Viðskipti innlent

Glitnir stefnir Exista og krefst 650 milljóna

Exista hefur borist stefna frá Glitni eignarhaldsfélagi ehf. þar sem gerðar eru þær dómkröfur að Exista greiði félaginu samtals rúmar 650 milljónir króna vegna ógreiddra afborgana af skuldabréfaflokknum EXISTA 07 2.

Í tilkynningu segir að Exista muni taka til varna í málinu.

Í frétt í gærdag kom fram að Exista hefur ákveðið að greiða ekki vaxtagreiðslur af skuldabréfum sínum sem voru á gjalddaga í gær, 14. október. Þetta er gert með vísan í samningaviðræður sem eru í gangi við handhafa skráðra skuldabréfa og víxla félagsins um frestun á greiðslum.

Í tilkynningu um málið segir að eins og fram kom í tilkynningu til Kauphallar 1. mars 2009, hyggst Exista leita samkomulags við handhafa skráðra skuldabréfa og víxla félagsins um frestun afborgana og vaxtagreiðslna sem koma til gjalddaga á meðan á viðræðum stendur við innlendar og erlendar fjármálastofnanir um endurskoðun lánasamninga og uppgjör gagnkvæmra krafna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×