Viðskipti innlent

Björgvin: Sáum tækifæri sem við ákváðum að grípa

Björgvin Guðmundsson sem sagt hefur starfi sínu lausu sem ritstjóri viðskiptablaðs Morgunblaðsins mun á næstu dögum taka við stöðu aðstoðarritstjóra Viðskiptablaðsins. Með honum á Viðskiptablaðið fara tveir aðrir blaðamenn af Morgunblaðinu. „Við sáum tækifæri sem við ákváðum að grípa," segir Björgvin um þessa ákvörðun þeirra þremenninganna.

Blaðamennirnir sem fara yfir á Viðskiptablaðið með Björgvini eru Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson. Auk þeirra sagði Þorbjörn Þórðarson einnig upp störfum sínum á viðskiptablaði Morgunblaðsins.

Björgvin segir að hann muni taka við hinni nýju stöðu sinni á næstu dögum.

Samkvæmt heimildum Fréttastofu er þegar búið að ganga frá ráðningu Þórðar Gunnarssonar á viðskiptablað Morgunblaðsins en hann starfaði áður á Viðskiptablaðinu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×