Viðskipti innlent

Magma með hlutafjárútboð til að fjármagn HS Orku kaupin

Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy stendur nú fyrir lokuðu hlutafjárútboði sem ætlað er að fjármagn kaupin á 8,6% hlut fyrirtækisins í HS orku. Ganga á frá þeim kaupum fyrir lok mánaðarins.

Í frétt á Reuters um málið segir að útboðið sé 20,8 milljónir dollara að umfangi eða tæpir 2,6 milljarðar kr. Ross Beaty forstjóri Magma mun sjálfur kaupa 25% af hinu nýja hlutafé.

Eins og kunnugt er af fréttum keypti Magma 32% í viðbót í HS Orku í ágúst s.l. en ganga á frá þeim kaupum í næsta mánuði.

Í júlí s.l. aflaði Magma sér 100 milljóna Kanadadollara með almennu hlutafjárútboði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×