Steingrímur ánægður með samkomulagið 15. október 2009 12:50 Steingrímur J. Sigfússon. Mynd/Anton Brink Kröfuhafar Glitnis munu eignast 95% í Íslandsbanka. Fjármálaráðherra fagnar niðurstöðunni, en kostnaður ríkisins verður um 37 milljörðum króna minni en upphaflega var áætlað. Þetta er niðurstaða skilanefndar Glitnis eftir ítarlega skoðun, en gamli bankinn mun halda á hlutnum fyrir hönd kröfuhafa. Frestur til að lýsa kröfum í þrotabúið rennur út í lok nóvember og þá mun koma í ljós hverjir eigendur Íslandsbanka eru. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir samkomulagið treysta samstarf bankans við erlendar fjármálastofnanir. Með þessu lýkur uppgjöri á þeim eignum sem færðar voru frá Glitni til Íslandsbanka við fall bankanna síðastliðið haust. Nú liggur því fyrir hvernig innlent lánasafn Glitnis, þar á meðal íbúðarlán eru metin. Birna segir mismundi eftir lánaflokkum hversu mikið lánið hafi veri lækkuð. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segist ekki geta tjáð sig í smáatriðum um hvernig íbúðalánasafn Íslandsbanka var metið, eða hversu miklum afskriftum var gert ráð fyrir. „Hinsvegar er hér um ákveðið bráðabirgða mat að ræða. Ef að kröfuhafarnir hefðu valið hina þá leiðina þá hefðu þeir sætt sig við endanlegt mat. Það gerðu þeir ekki. Síðan ræðst það af ástandinu hér heima hvernig til tekst með að endurheimta þessar eignir," segir Árni.Góð skilaboð út á við Framlag ríkissjóðs til Íslandsbanka verður mun lægra en upphaflega var áætlað, eða sem nemur 37 milljörðum króna. Ríkið mun þó veita bankanum 25 milljarða króna víkjandi lán. Fjármálaráðherra segir að ríkið fái strax til baka umrædda 37 milljarða. „Ég tel að þessa sé líka góð útkoma fyrir bankann. Hann leggur af stað vel fjármagnaður og í góðum færum til að sinna sínum mikilvægu verkefnum. Síðast en ekki síst eru þetta líka góð skilaboð út á við. Þetta eru skilaboð um að við erum að endurreisa bankakerfið," segir Steingrímur. Erlendir aðilar séu með þessu að taka stöðu með íslenska hagkerfinu. Steingrímur segir að þetta séu jákvæðar fréttir. Samkomulagið komi til með að létta byrðar skattgreiðenda. Tengdar fréttir Erlendir eignast 95% í Íslandsbanka, ríkið sparar 37 milljarða Skilanefnd Glitnis hefur, fyrir hönd kröfuhafa, ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi við íslenska ríkið og eignast 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Þessa ákvörðun tók skilanefnd Glitnis eftir ítarlega áreiðanleikakönnun sem framkvæmd hefur verið af hálfu ráðgjafa Glitnis á rekstri Íslandsbanka. 15. október 2009 09:45 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Kröfuhafar Glitnis munu eignast 95% í Íslandsbanka. Fjármálaráðherra fagnar niðurstöðunni, en kostnaður ríkisins verður um 37 milljörðum króna minni en upphaflega var áætlað. Þetta er niðurstaða skilanefndar Glitnis eftir ítarlega skoðun, en gamli bankinn mun halda á hlutnum fyrir hönd kröfuhafa. Frestur til að lýsa kröfum í þrotabúið rennur út í lok nóvember og þá mun koma í ljós hverjir eigendur Íslandsbanka eru. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir samkomulagið treysta samstarf bankans við erlendar fjármálastofnanir. Með þessu lýkur uppgjöri á þeim eignum sem færðar voru frá Glitni til Íslandsbanka við fall bankanna síðastliðið haust. Nú liggur því fyrir hvernig innlent lánasafn Glitnis, þar á meðal íbúðarlán eru metin. Birna segir mismundi eftir lánaflokkum hversu mikið lánið hafi veri lækkuð. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segist ekki geta tjáð sig í smáatriðum um hvernig íbúðalánasafn Íslandsbanka var metið, eða hversu miklum afskriftum var gert ráð fyrir. „Hinsvegar er hér um ákveðið bráðabirgða mat að ræða. Ef að kröfuhafarnir hefðu valið hina þá leiðina þá hefðu þeir sætt sig við endanlegt mat. Það gerðu þeir ekki. Síðan ræðst það af ástandinu hér heima hvernig til tekst með að endurheimta þessar eignir," segir Árni.Góð skilaboð út á við Framlag ríkissjóðs til Íslandsbanka verður mun lægra en upphaflega var áætlað, eða sem nemur 37 milljörðum króna. Ríkið mun þó veita bankanum 25 milljarða króna víkjandi lán. Fjármálaráðherra segir að ríkið fái strax til baka umrædda 37 milljarða. „Ég tel að þessa sé líka góð útkoma fyrir bankann. Hann leggur af stað vel fjármagnaður og í góðum færum til að sinna sínum mikilvægu verkefnum. Síðast en ekki síst eru þetta líka góð skilaboð út á við. Þetta eru skilaboð um að við erum að endurreisa bankakerfið," segir Steingrímur. Erlendir aðilar séu með þessu að taka stöðu með íslenska hagkerfinu. Steingrímur segir að þetta séu jákvæðar fréttir. Samkomulagið komi til með að létta byrðar skattgreiðenda.
Tengdar fréttir Erlendir eignast 95% í Íslandsbanka, ríkið sparar 37 milljarða Skilanefnd Glitnis hefur, fyrir hönd kröfuhafa, ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi við íslenska ríkið og eignast 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Þessa ákvörðun tók skilanefnd Glitnis eftir ítarlega áreiðanleikakönnun sem framkvæmd hefur verið af hálfu ráðgjafa Glitnis á rekstri Íslandsbanka. 15. október 2009 09:45 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Erlendir eignast 95% í Íslandsbanka, ríkið sparar 37 milljarða Skilanefnd Glitnis hefur, fyrir hönd kröfuhafa, ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi við íslenska ríkið og eignast 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Þessa ákvörðun tók skilanefnd Glitnis eftir ítarlega áreiðanleikakönnun sem framkvæmd hefur verið af hálfu ráðgjafa Glitnis á rekstri Íslandsbanka. 15. október 2009 09:45
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun