Steingrímur ánægður með samkomulagið 15. október 2009 12:50 Steingrímur J. Sigfússon. Mynd/Anton Brink Kröfuhafar Glitnis munu eignast 95% í Íslandsbanka. Fjármálaráðherra fagnar niðurstöðunni, en kostnaður ríkisins verður um 37 milljörðum króna minni en upphaflega var áætlað. Þetta er niðurstaða skilanefndar Glitnis eftir ítarlega skoðun, en gamli bankinn mun halda á hlutnum fyrir hönd kröfuhafa. Frestur til að lýsa kröfum í þrotabúið rennur út í lok nóvember og þá mun koma í ljós hverjir eigendur Íslandsbanka eru. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir samkomulagið treysta samstarf bankans við erlendar fjármálastofnanir. Með þessu lýkur uppgjöri á þeim eignum sem færðar voru frá Glitni til Íslandsbanka við fall bankanna síðastliðið haust. Nú liggur því fyrir hvernig innlent lánasafn Glitnis, þar á meðal íbúðarlán eru metin. Birna segir mismundi eftir lánaflokkum hversu mikið lánið hafi veri lækkuð. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segist ekki geta tjáð sig í smáatriðum um hvernig íbúðalánasafn Íslandsbanka var metið, eða hversu miklum afskriftum var gert ráð fyrir. „Hinsvegar er hér um ákveðið bráðabirgða mat að ræða. Ef að kröfuhafarnir hefðu valið hina þá leiðina þá hefðu þeir sætt sig við endanlegt mat. Það gerðu þeir ekki. Síðan ræðst það af ástandinu hér heima hvernig til tekst með að endurheimta þessar eignir," segir Árni.Góð skilaboð út á við Framlag ríkissjóðs til Íslandsbanka verður mun lægra en upphaflega var áætlað, eða sem nemur 37 milljörðum króna. Ríkið mun þó veita bankanum 25 milljarða króna víkjandi lán. Fjármálaráðherra segir að ríkið fái strax til baka umrædda 37 milljarða. „Ég tel að þessa sé líka góð útkoma fyrir bankann. Hann leggur af stað vel fjármagnaður og í góðum færum til að sinna sínum mikilvægu verkefnum. Síðast en ekki síst eru þetta líka góð skilaboð út á við. Þetta eru skilaboð um að við erum að endurreisa bankakerfið," segir Steingrímur. Erlendir aðilar séu með þessu að taka stöðu með íslenska hagkerfinu. Steingrímur segir að þetta séu jákvæðar fréttir. Samkomulagið komi til með að létta byrðar skattgreiðenda. Tengdar fréttir Erlendir eignast 95% í Íslandsbanka, ríkið sparar 37 milljarða Skilanefnd Glitnis hefur, fyrir hönd kröfuhafa, ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi við íslenska ríkið og eignast 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Þessa ákvörðun tók skilanefnd Glitnis eftir ítarlega áreiðanleikakönnun sem framkvæmd hefur verið af hálfu ráðgjafa Glitnis á rekstri Íslandsbanka. 15. október 2009 09:45 Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Kröfuhafar Glitnis munu eignast 95% í Íslandsbanka. Fjármálaráðherra fagnar niðurstöðunni, en kostnaður ríkisins verður um 37 milljörðum króna minni en upphaflega var áætlað. Þetta er niðurstaða skilanefndar Glitnis eftir ítarlega skoðun, en gamli bankinn mun halda á hlutnum fyrir hönd kröfuhafa. Frestur til að lýsa kröfum í þrotabúið rennur út í lok nóvember og þá mun koma í ljós hverjir eigendur Íslandsbanka eru. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir samkomulagið treysta samstarf bankans við erlendar fjármálastofnanir. Með þessu lýkur uppgjöri á þeim eignum sem færðar voru frá Glitni til Íslandsbanka við fall bankanna síðastliðið haust. Nú liggur því fyrir hvernig innlent lánasafn Glitnis, þar á meðal íbúðarlán eru metin. Birna segir mismundi eftir lánaflokkum hversu mikið lánið hafi veri lækkuð. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segist ekki geta tjáð sig í smáatriðum um hvernig íbúðalánasafn Íslandsbanka var metið, eða hversu miklum afskriftum var gert ráð fyrir. „Hinsvegar er hér um ákveðið bráðabirgða mat að ræða. Ef að kröfuhafarnir hefðu valið hina þá leiðina þá hefðu þeir sætt sig við endanlegt mat. Það gerðu þeir ekki. Síðan ræðst það af ástandinu hér heima hvernig til tekst með að endurheimta þessar eignir," segir Árni.Góð skilaboð út á við Framlag ríkissjóðs til Íslandsbanka verður mun lægra en upphaflega var áætlað, eða sem nemur 37 milljörðum króna. Ríkið mun þó veita bankanum 25 milljarða króna víkjandi lán. Fjármálaráðherra segir að ríkið fái strax til baka umrædda 37 milljarða. „Ég tel að þessa sé líka góð útkoma fyrir bankann. Hann leggur af stað vel fjármagnaður og í góðum færum til að sinna sínum mikilvægu verkefnum. Síðast en ekki síst eru þetta líka góð skilaboð út á við. Þetta eru skilaboð um að við erum að endurreisa bankakerfið," segir Steingrímur. Erlendir aðilar séu með þessu að taka stöðu með íslenska hagkerfinu. Steingrímur segir að þetta séu jákvæðar fréttir. Samkomulagið komi til með að létta byrðar skattgreiðenda.
Tengdar fréttir Erlendir eignast 95% í Íslandsbanka, ríkið sparar 37 milljarða Skilanefnd Glitnis hefur, fyrir hönd kröfuhafa, ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi við íslenska ríkið og eignast 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Þessa ákvörðun tók skilanefnd Glitnis eftir ítarlega áreiðanleikakönnun sem framkvæmd hefur verið af hálfu ráðgjafa Glitnis á rekstri Íslandsbanka. 15. október 2009 09:45 Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Erlendir eignast 95% í Íslandsbanka, ríkið sparar 37 milljarða Skilanefnd Glitnis hefur, fyrir hönd kröfuhafa, ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi við íslenska ríkið og eignast 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Þessa ákvörðun tók skilanefnd Glitnis eftir ítarlega áreiðanleikakönnun sem framkvæmd hefur verið af hálfu ráðgjafa Glitnis á rekstri Íslandsbanka. 15. október 2009 09:45