Viðskipti innlent

Kauphöllin tekur fjármálagerninga Existu úr viðskiptum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helstu stjórnendur Existu.
Helstu stjórnendur Existu.
Kauphöllin hefur ákveðið að taka fjármálagerninga Exista hf. úr viðskiptum þar sem Exista hf. hefur ítrekað gerst brotlegt við reglur sem gilda fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni. Þá hefur Kauphöllin bæði áminnt félagið og beitt það févíti vegna brota á upplýsingaskyldu.

Fjármálagerningar félagsins verða teknir úr viðskiptum Kauphallarinnar eftir lokun markaða þann 16. nóvember 2009.

Exista hefur sent Kauphöllinni yfirlýsingu þar sem segir að félagið undrist ákvörðunina. Félagið telji sig hafa fylgt bæði lögum og reglum Kauphallarinnar og sýnt ábyrgð

í allri upplýsingagjöf til markaðarins. Exista sé því ósammála ákvörðun Kauphallarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×