Viðskipti innlent

Ísland á útsölu í Seattle

Bandaríska blaðið The Seattle Times birtir frétt undir fyrirsögninni „Ísland á útsölu frá Seattle" þar sem fjallað er um mjög hagstæð kjör sem í boði eru hjá Icelandair frá Seattle til Reykjavíkur í beinu flugi.

Samkvæmt fréttinni kostar flug fram og til baka með tvær nætur á hóteli 499 dollara fyrir tvo í herbergi eða rúmlega 61.000 kr. Verðið er 599 dollara fyrir einstaklingsherbergi. Ferðir þessar bera heitið „Golden Circle Getaway" í auglýsingum Icelandair vestan hafs.

Með öllum sköttum og gjöldum kostar ferðin 620 dollara, eða 76.000 kr. fyrir einstakling m.v. tvo í herbergi en gisting á Hótel Loftleiðum er í boði. Innifalið í ferðinni er morgunmatur ásamt skoðunarferðum til Nesjavalla, Þingvalla, Gullfoss og Geysis. Aukanætur eru í boði á 45 til 69 dollara á nóttina eða frá 5.500 kr. til 8.500 kr.

Tilboðið gildir frá 5. nóvember til 10. desember og þarf að bóka ferðirnar fyrir 22. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×