Viðskipti innlent

Össur hækkaði í töluverðum viðskiptum

Össur hf. hækkaði um 0,8% í töluverðum viðskiptum í kauphöllinni í dag. Veltan með hluti í félaginu nam um 133 milljónum kr.

Marel lækkaði hinsvegar um 0,76% og Eik Banki lækkaði um tæpt 1%. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,5% og stendur í tæpum 806 stigum.

Skuldabréfavelta dagsins nam 8,3 milljörðum kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×