Viðskipti innlent

Exista greiðir ekki vexti af skuldabréfum

Exista hefur ákveðið að greiða ekki vaxtagreiðslur af skuldabréfum sínum sem voru á gjalddaga í gær, 14. október. Þetta er gert með vísan í samningaviðræður sem eru í gangi við handhafa skráðra skuldabréfa og víxla félagsins um frestun á greiðslum.

Í tilkynningu um málið segir að eins og fram kom í tilkynningu til Kauphallar 1. mars 2009, hyggst Exista leita samkomulags við handhafa skráðra skuldabréfa og víxla félagsins um frestun afborgana og vaxtagreiðslna sem koma til gjalddaga á meðan á viðræðum stendur við innlendar og erlendar fjármálastofnanir um endurskoðun lánasamninga og uppgjör gagnkvæmra krafna.

Þar sem viðræður standa enn yfir greiðir félagið ekki vaxtagreiðslu af skuldabréfum EXISTA 04 1 á gjalddaga 14. október 2009.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×