Viðskipti innlent

Langtímaatvinnuleysi hefur fjórfaldast á einu ári

Langtímaatvinnuleysi hefur fjórfaldast frá því í fyrra. Á þriðja ársfjórðungi höfðu um 800 manns verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði, en á sama tímabili í fyrra voru um 200 manns sem höfðu verið atvinnulausir lengur en í 12 mánuði.

Fjallað er um málið í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Langtímaatvinnuleysi er skilgreint sem atvinnuleysi sem varað hefur lengur en í 12 mánuði.

Í Hagsjánni segir að ef atvinnulausum er skipt í þrjá hópa, þá sem hafa verið atvinnulausir skemur en einn mánuð, þá sem hafa verið atvinnulausir í 1-5 mánuði og þá sem hafa verið atvinnulausir í 6 mánuði eða lengur er mest aukningin á meðal þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en í 6 mánuði.

Á öðrum ársfjórðungi voru um 17% atvinnulausra búnir að vera 6 mánuði eða lengur atvinnulausir, en sambærilegt hlutfall á þriðja ársfjórðungi er 36%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×