Erlendir eignast 95% í Íslandsbanka, ríkið sparar 37 milljarða 15. október 2009 09:45 Skilanefnd Glitnis hefur, fyrir hönd kröfuhafa, ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi við íslenska ríkið og eignast 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Þessa ákvörðun tók skilanefnd Glitnis eftir ítarlega áreiðanleikakönnun sem framkvæmd hefur verið af hálfu ráðgjafa Glitnis á rekstri Íslandsbanka. Í tilkynningu segir að með þessu lýkur uppgjöri vegna þeirra eigna sem færðar voru frá Glitni til Íslandsbanka við fall bankanna í október á síðasta ári. Samkvæmt samningum skilanefndar Glitnis og íslenska ríkisins sem undirritaðir voru þann 13. september síðastliðinn mun ríkið jafnframt veita bankanum 25 milljarða króna víkjandi lán til að styrkja eiginfjár- og lausafjárstöðu bankans. Þetta er mikilvægur áfangi í framtíðaruppbyggingu íslensks fjármálakerfis. Aðkoma kröfuhafa að Íslandsbanka mun styrkja samstarf bankans við erlendar fjármálastofnanir. Þá hefur þessi niðurstaða það einnig í för með sér að kostnaður ríkisins vegna fjármögnunar bankans verður tæpum 37 milljörðum króna minni en ella. Ákvörðun skilanefndarinnar er tekin með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Skilanefnd Glitnis mun fara með eignarhald bankans fyrir hönd kröfuhafa í gegnum sérstakt eignarhaldsfélag. Glitnir mun skipa 4 stjórnarmenn af 5 í stjórn bankans en íslenska ríkið mun skipa einn stjórnarmann. Samkvæmt samningum skilanefndar Glitnis og stjórnvalda frá 13. september síðastliðnum gátu kröfuhafar í Glitni valið milli tveggja kosta. Annars vegar að eignast 95% hlut í Íslandsbanka og hins vegar að fá greiðslu í formi skuldabréfa útgefnum af Íslandsbanka og eignast kauprétt á allt að 90% af hlutafé bankans á næstu fimm árum. Það er niðurstaða skilanefndar Glitnis eftir ítarlega skoðun að yfirtaka á 95% hlut í Íslandsbanka muni skila mestum verðmætum til kröfuhafa. Þetta mat er meðal annars byggt á áliti þeirra ráðgjafa sem Glitnir hefur unnið með, en meðal þeirra má nefna sérfræðinga frá fjárfestingabankanum UBS og lögfræðifyrirtækinu Morrison & Foerster. ,,Skilanefndin lét framkvæma ítarlegt mat á þeim tveimur kostum sem kröfuhöfum stóðu til boða. Það er samdóma álit skilanefndarinnar og ráðgjafa hennar að yfirtaka á 95% hlut í Íslandsbanka sé betri kostur þar sem góðar líkur eru á því að sú leið geti skilað kröfuhöfum meiri verðmætum." segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. „Það er fagnaðarefni að Glitnir, í samráði við kröfuhafa, taki nú ákvörðun að eignast íslenskan banka. Þessi ákvörðun er skýrt merki um að erlendir fjárfestar sjá nú fyrir endann á þeirri alþjóðlegu fjármálakreppu sem við höfum glímt við undanfarið ár. Nú er verið að leggja lokahönd á endurreisn íslenska bankakerfins sem er að verða fullbúið til að þjónusta heimilin og styðja við uppbyggingu atvinnulífsins. <!--[if !supportLineBreakNewLine]--> <!--[endif]--> Mikilvægt er að fjárútlát ríkissjóðs verða miklum mun minni en annars hefði verið, þó ég sé þeirrar skoðunar að eignarhald ríkisins á Íslandsbanka hefði verið ágætur kostur fyrir ríkissjóð og almenning. Ríkissjóður mun leggja bankanum til eigið fé og ennfremur lausafjárstuðning, ef á þarf að halda. Bankinn stendur því uppi með afar trausta fjárhagsstöðu og á að geta þjónað viðskiptavinum sínum, almenningi jafnt sem fyrirtækjum, af kostgæfni." Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra „Við fögnum þessari niðurstöðu. Ég lít á þetta sem traustsyfirlýsingu við Íslandsbanka enda hafa ráðgjafar kröfuhafa framkvæmt ítarlega áreiðanleikakönnun á rekstri bankans. Þetta mun hafa jákvæð áhrif á starfsemi okkar og er mikilvægur liður í að byggja upp nýjan banka. Ég vil taka fram að þetta hefur engin áhrif á almenna starfsemi Íslandsbanka. Við munum halda okkar striki í því að vera í forystu um að leita lausna fyrir okkar viðskiptavini. Fyrir Íslandsbanka og allt starfsfólkið okkar sem lagt hefur á sig þrotlausa vinnu er þetta merkisdagur," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Skilanefnd Glitnis hefur, fyrir hönd kröfuhafa, ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi við íslenska ríkið og eignast 95% hlutafjár í Íslandsbanka. Þessa ákvörðun tók skilanefnd Glitnis eftir ítarlega áreiðanleikakönnun sem framkvæmd hefur verið af hálfu ráðgjafa Glitnis á rekstri Íslandsbanka. Í tilkynningu segir að með þessu lýkur uppgjöri vegna þeirra eigna sem færðar voru frá Glitni til Íslandsbanka við fall bankanna í október á síðasta ári. Samkvæmt samningum skilanefndar Glitnis og íslenska ríkisins sem undirritaðir voru þann 13. september síðastliðinn mun ríkið jafnframt veita bankanum 25 milljarða króna víkjandi lán til að styrkja eiginfjár- og lausafjárstöðu bankans. Þetta er mikilvægur áfangi í framtíðaruppbyggingu íslensks fjármálakerfis. Aðkoma kröfuhafa að Íslandsbanka mun styrkja samstarf bankans við erlendar fjármálastofnanir. Þá hefur þessi niðurstaða það einnig í för með sér að kostnaður ríkisins vegna fjármögnunar bankans verður tæpum 37 milljörðum króna minni en ella. Ákvörðun skilanefndarinnar er tekin með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Skilanefnd Glitnis mun fara með eignarhald bankans fyrir hönd kröfuhafa í gegnum sérstakt eignarhaldsfélag. Glitnir mun skipa 4 stjórnarmenn af 5 í stjórn bankans en íslenska ríkið mun skipa einn stjórnarmann. Samkvæmt samningum skilanefndar Glitnis og stjórnvalda frá 13. september síðastliðnum gátu kröfuhafar í Glitni valið milli tveggja kosta. Annars vegar að eignast 95% hlut í Íslandsbanka og hins vegar að fá greiðslu í formi skuldabréfa útgefnum af Íslandsbanka og eignast kauprétt á allt að 90% af hlutafé bankans á næstu fimm árum. Það er niðurstaða skilanefndar Glitnis eftir ítarlega skoðun að yfirtaka á 95% hlut í Íslandsbanka muni skila mestum verðmætum til kröfuhafa. Þetta mat er meðal annars byggt á áliti þeirra ráðgjafa sem Glitnir hefur unnið með, en meðal þeirra má nefna sérfræðinga frá fjárfestingabankanum UBS og lögfræðifyrirtækinu Morrison & Foerster. ,,Skilanefndin lét framkvæma ítarlegt mat á þeim tveimur kostum sem kröfuhöfum stóðu til boða. Það er samdóma álit skilanefndarinnar og ráðgjafa hennar að yfirtaka á 95% hlut í Íslandsbanka sé betri kostur þar sem góðar líkur eru á því að sú leið geti skilað kröfuhöfum meiri verðmætum." segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. „Það er fagnaðarefni að Glitnir, í samráði við kröfuhafa, taki nú ákvörðun að eignast íslenskan banka. Þessi ákvörðun er skýrt merki um að erlendir fjárfestar sjá nú fyrir endann á þeirri alþjóðlegu fjármálakreppu sem við höfum glímt við undanfarið ár. Nú er verið að leggja lokahönd á endurreisn íslenska bankakerfins sem er að verða fullbúið til að þjónusta heimilin og styðja við uppbyggingu atvinnulífsins. <!--[if !supportLineBreakNewLine]--> <!--[endif]--> Mikilvægt er að fjárútlát ríkissjóðs verða miklum mun minni en annars hefði verið, þó ég sé þeirrar skoðunar að eignarhald ríkisins á Íslandsbanka hefði verið ágætur kostur fyrir ríkissjóð og almenning. Ríkissjóður mun leggja bankanum til eigið fé og ennfremur lausafjárstuðning, ef á þarf að halda. Bankinn stendur því uppi með afar trausta fjárhagsstöðu og á að geta þjónað viðskiptavinum sínum, almenningi jafnt sem fyrirtækjum, af kostgæfni." Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra „Við fögnum þessari niðurstöðu. Ég lít á þetta sem traustsyfirlýsingu við Íslandsbanka enda hafa ráðgjafar kröfuhafa framkvæmt ítarlega áreiðanleikakönnun á rekstri bankans. Þetta mun hafa jákvæð áhrif á starfsemi okkar og er mikilvægur liður í að byggja upp nýjan banka. Ég vil taka fram að þetta hefur engin áhrif á almenna starfsemi Íslandsbanka. Við munum halda okkar striki í því að vera í forystu um að leita lausna fyrir okkar viðskiptavini. Fyrir Íslandsbanka og allt starfsfólkið okkar sem lagt hefur á sig þrotlausa vinnu er þetta merkisdagur," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent