Viðskipti innlent

Kauphöllin tekur skuldabréf Nýsis úr viðskiptum eftir gjaldþrot

Kauphöllin hefur ákveðið að taka skuldabréf Nýsis hf. úr viðskiptum samanber reglur kauphallarinnar með vísan til tilkynningar frá félaginu dags. 15. október 2009 þar sem fram kemur að félagið hafið verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Í tilkynningu segir að skuldabréf Nýsis hf. verða tekin úr viðskiptum við lok viðskipta þann 16. október 2009.

Nýsir var tekinn til gjaldþrotaskipta samkvæmt ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr í vikunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×