Viðskipti innlent

Íslandsbanki og SAT fá heimild fyrir SA tryggingum

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Íslandsbanka og SAT heimild til þess að fara með virkan eignarhlut í SA tryggingum. Þetta kemur fram á vefsíðu eftirlitsins.

Á vefsíðunni segir að Fjármálaeftirlitinu barst umsókn frá Íslandsbanka hf. og SAT eignarhaldsfélagi hf. um heimild til að fara með virkan eignarhlut í SA tryggingum hf.

Hluthafar SA trygginga hf. eru tveir, Íslandsbanki hf. með 9,3% hlutafjár og SAT eignarhaldsfélag hf. með jafngildi 90,7% hlutafjár. SAT eignarhaldsfélag hf. er að fullu í eigu Glitnis banka hf.

Fjármálaeftirlitið samþykkti umsóknina með bréfi, dags. 1. október s.l. og veitti umsækjendum skilyrta heimild samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi til að fara með virkan eignarhlut í SA tryggingum hf.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×