Fleiri fréttir

Argentína

Í Argentínu ríkir mikil hefð fyrir knattspyrnu þar sem þátttaka og árangur á heimsmeistaramótinu er skilyrði. Liðið er í nokkurri endurnýjun og treysta Argentínumenn á nýja kynslóð leikmanna sem nú þegar hefur sett svip sinn á evrópska knattspyrnu.

England

Englendingar eru eitt af bestu liðum keppninnar og til þeirra eru gerðar miklar kröfur um góðan árangur. Vonir áhangenda hafa þó líklega aldrei verið meiri en nú. Þeir vilja meina að þeirra tími kominn.

Gorawski ekki með pólska landsliðinu á HM

Pólski miðvallarleikmaðurinn Damain Gorawski mun ekki taka þátt í HM í næsta mánuði. Þetta kom í ljós eftir að útkoman úr þolprófi fékkst nokkrum klukkustundum áður en liðið hélt til Þýskalands.

Tomas Rosicky í læknisskoðun hjá Arsenal

Tékkneski landsliðsmaðurinn og miðjumaður Borussia Dortmund, Tomas Rosicky, hefur farið í læknisskoðun hjá Arsenal, segir þjálfari Tékka Karel Bruckner. Hinn 25, ára leikmaður Dortmund er samningsbundinn félaginu til ársins 2008, og er einn af lykilmönnum Tékkneska landsliðsins.

Phil Neville inn í varahóp enska liðsins

Nigel Reo-Coker hefur dregið sig út úr varahópi enska landsliðsins vegna bakmeiðsla. Í hans stað kemur Phil Neville inn í hópinn. Neville mun mæta á æfingavöll enska liðsins að Hertfordshire á morgun og mun þar hitta fyrir þá Scott Carson, Michael Dawson, Jermain Defoe og Andrew Johnson.

Meiðslalisti Þjóðverja minnkar

Meiðslavandamál Þjóðverja minnkuðu örlítið í dag er Lukas Podolski og Sebastian Kehl, mættu til æfinga í æfingarbúðum þeirra í Sviss. Podolski hefur átt við meiðsl í baki, meðan að Kehl hefur verið meiddur á ökkla.

Anelka er ósáttur við að vera ekki í franska hópnum

Nicolas Anelka, hinn 27 ára gamli leikmaður Fenerbache óánægður með að fá ekki að vera með á HM og gat ekki stillt sig um að lýsa gremju sinni yfir ákvörðun Domenech lansliðsþjálfara Frakklands.

Dawson kallaður inn í varahóp enska landsliðsins

Varnarmaðurinn Michael Dawson hefur verið kallaður inn í varahóp enska landsliðsins fyrir HM í Þýskalandi. Dawson kemur í staðinn fyrir Luke Young sem að meiddist á æfingu með enska landsliðinu í Portúgal. Dawson, sem átti mjög gott tímabil með Tottenham, mun hitta enska landsliðið í Watford í dag, mánudag.

Messi varar Brasilíu við

Hinn ungi argentíski leikstjórnandi Lionel Messi telur að Brasilía geti auðveldlega farið illa út úr riðlakeppninni og dottið þar út þrátt fyrir að vera taldir sigurstranglegastir í sínum riðli.

Leikmenn Angola fá 360.000 krónur fyrir markið á HM

Leikmenn Angola munu fá 5000 dollara, sem eru um 360.000 Íslenskar krónur, fyrir hvert mark sem þeir skora á HM. Það er Alþjóðabankinn í Angola sem stendur fyrir þessu, en bankinn mun einnig borga 5.000 dollara til besta leikmanns Angola eftir hvern leik.

Viduka verður fyrirliði Ástralíumanna

Mark Viduka, framherji Middlesbrough, hefur verið valinn fyrirliði Ástralíumanna á HM sem að hefst í Þýskalandi í Júní. Craig Moore hefur verið fyrirliði Ástralíu í langan tíma en hann missti af úrslitaleikjunum við Úrugvæ og því ákvað þjálfari ástralíumanna að velja hinn reynslumikla Viduka sem fyrirliða.

Morientes verður ekki með Spánverjum á HM

Fernando Morientes, framherji Liverpool, var ekki valinn í lokahóp Spánverja fyrir HM. Luis Aragones þjálfari Spænska landsliðsins ákvað að velja fleiri varnarmenn á kostnað sóknarmanna í hópinn og valdi Carlos Marchena varnarmann Velancia í hópinn í stað Morientes.

Luke Young dregur sig úr varahópi Englendinga fyrir HM

Hægri bakvörður Charlton, Luke Young, hefur dregið sig úr varahópi Englendinga fyrir HM vegna ökklameiðsla. Young var með enska hópnum við æfingar í Portúgal en hann fann fyrir óþægindum og eimslum í ökklanum á æfingu á föstudaginn.

Ballack ætlar að enda ferilinn hjá Chelsea

Ballack sem skrifaði undir 3 ára samning við Chelsea í vikunni og er sagður hafa 130.000 pund í vikulaun gaf það út að hann ætli sér að enda ferilinn á Stamford Bridge.

Ronaldo stefnir á gullskóinn á HM

Ronaldo sem hefur skorað 12 mörk alls á HM fyrir Brasilíu vantar einungis þrjú mörk í viðbót til að slá met Gerd Müller sem er markahæsti leikmaður allra tíma í lokakeppni HM með 14 mörk.

Essien hefur trú á Enska liðinu á HM

Essien telur að félagar hans úr Chelsea sem eru í enska hópnum á HM séu það góðir að lið með þá innanborðs sé ávallt líklegt til afreka. Hann er þar að tala um John Terry, Frank Lampard og Joe Cole.

Eriksson óánægður með tímasetningu uppsagnar sinnar

Haft er eftir Sven-Goran Eriksson í enskum fjölmiðlum í dag að hann sé ósáttur við tímasetningu uppsagnar sinnar. Hann segir að knattspyrnusambandið hefði geta hagað málum öðru vísi og beðið með að tilkynna þetta opinberlega þar til eftir HM keppnina.

Íslenska Stoke-ævintýrið á enda

Gunnar Gíslason stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Stoke City hefur sagt starfi sínu lausu og mun það endanlega renna úr eigu Íslendinga síðar í vikunni. Auðkýfingurinn Peter Coates mun þá ganga frá kaupum á Stoke sem hann greiðir að talið er um 10 milljónir punda fyrir. Breskir fjölmiðlar túlka yfirlýsingu sem Gunnar sendi frá sér í morgun bera vott um biturð en þar verst hann gagnrýni sem íslensku eigendurnir hafa staðið undir.

Steven Gerrard gæti leikið sem framherji á HM

Landsliðseinvaldur Englands Sven-Goran Eriksson hefur enn ekki fundið lausn á framherjavandræðum sínum. Með bæði Wayne Rooney og Michael Owen meidda gæti farið svo að Steven Gerrard leiki sem framherji.

Scolari vill nýjan samning hjá Portugal

Luiz Felipe Scolari vonast til þess að honum verði boðinn nýr samningur hjá portúgalska knattspyrnusambandinu eftir að hann neitaði að taka við landsliði Englendinga nú á dögunum.

Aðalheiður Anna með besta tíman í Þolreiðinni

Þolreiðarkeppni Laxnes og Icelandair var haldin í gær í þokkalegu veðri. 20 keppentur tóku þátt í reiðinni og skiluðu allir sér í mark. Dýralæknir stöðvaði 3 keppendur áður en keppnin hófst þar sem ástand hesta var ekki nógu gott. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir vann unglinga- og ungmennaflokk en þetta er annað árið sem hún vinnur og Pétur Andersen vann fullorðins flokk.

HM442; á heimsmælikvarða

Í mínum huga er HM í fótbolta miklu meira en leikir og úrslit, litríkir fánar og fínn fótbolti, þetta mót er lífsreynsla sem fylgir manni ævilangt. Ég man einsog það hafi gerst í gær þegar Hollendingar byrjuðu úrslitaleikinn '74............

Þýskaland

Aldrei má afskrifa þýska stálið eins og síðasta heimsmeistarakeppni leiddi í ljós. Þeir eru nú á heimavelli og þrá ekkert heitar en að fagna titlinum þann 9. júlí á Ólympíuleikvanginum í Berlín.

Íslenskur sigur í Digranesi

Íslenska kvennalandsliðið í blaki gerði sér lítið fyrir og sigraði í fyrsta riðli undankeppni Evrópumóts smáþjóða sem haldinn var í íþróttahúsinu í Digranesi um helgina. Íslenska liðið vann alla þrjá leiki sína í keppninni og sýndi gríðarlegan karakter í úrslitaleiknum gegn Kýpur í gær.

Frakkland

Frakkarnir mæta til leiks með blöndu af yngri leikmönnum og reyndari heimsmeisturum frá keppninni árið 1998. Þetta er síðasti séns fyrir gömlu snillingana til að gera eitthvað áður en þeir fara á eftirlaun.

Holland

Hollendingar eru með mikið endurnýjað lið frá því sem verið hefur. Það er nýja kynslóðin sem þeir treysta á í keppninni. Menn eins og Robben, Van der Vaart og Sneijder, með Nistelrooy í framlínunni, eiga að gera það sem þarf.

Ítalía

Eftir skammarlegt tap fyrir Suður Kóreumönnum í síðustu keppni má reikna með því að Ítalir ætli sér stóra hluti á þessu móti. Það er iðulega nóg af hæfileikum í Ítölskum landsliðum, spurningin er frekar hvort þeir nái að spila saman allir sem einn.

Tékkland

Tékkar fóru fjallabaksleið inn í keppnina, þeir sigruðu Norðmenn 2 – 0 samanlagt í umspili til að komast á HM. Þeir voru síðast með á HM sem Tékkóslóvakía árið 1990. Tékkar vilja helst láta lítið fyrir sér fara í lokakeppnum en nú er liðið í öðru sæti á styrkleikalista FIFA og líklegt til afreka.

Portúgal

Portúgalar töpuðu óvænt fyrir Grikkjum í úrslitaleiknum á Evrópumótinu árið 2004. Þeir eru með lítið breytt lið frá því móti og mæta nú vel undirbúnir til leiks. Enda er það hinn knái Brasilíumaður Luis Felipe Scolari sem stýrir liðinu.

Svíþjóð

Svíarnir eru með mjög skemmtilegt sóknarlið sem býr yfir miklum hraða og er það til alls líklegt. Þar eru ungir leikmenn í bland við reynslubolta. Það verður ekki auðvelt að slá þetta lið út úr keppninni.

Spánn

Spánverjar komast nær undantekningalaust í lokakeppnina og eru oft með frábæran árangur fram að HM. Svo klikkar eitthvað þegar á hólminn er komið. Þeir eru nú búnir að bæta líkamsstyrk við þá hæfileika sem búa í liðinu. Verður það nóg til komast hjá enn einum vonbrigðunum.

Mexíkó

Mexíkóar hafa aldrei komist í fjögurra liða úrslit á HM og í eina skiptið sem þeir komust í átta liða úrslit var í Mexíkó. Þannig að vonir Mexíkóa um að vinna mótið eru kannski ekki miklar. Þeir reikna þó með að komast upp úr riðlakeppninni.

Gana

Ganamenn eru með skemmtilegt lið og nokkra leikmenn sem leika með stórliðum Evrópu. Þeir lentu í frekar erfiðum riðli og ef þeir komast upp úr honum verður það að teljast sigur fyrir þá. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir taka þátt í lokakeppninni.

Paragvæ

Paragvæar halda því fram að þeir séu nú með sterkara lið heldur en í lokakeppnunum árin 1998 og 2002. Þeir vilja meina að sóknarleikurinn sé orðinn beittari og að þeir eigi eftir að skapa sér fleiri marktækifæri nú en áður.

Pólland

Eftir að hafa verið slegnir út í riðlakeppninni á síðasta heimsmeistaramóti setja Pólverjar stefnuna á að komast upp úr riðlinum. Þeir eru með engar stórstjörnur innanborðs en hafa samt náð góðum úrslitum.

Úkraína

Úkraínumenn fóru auðveldlega í gegnum undankeppnina og voru fyrsta Evrópuliðið til þess að tryggja sér farseðil á HM. Áhangendur liðsins gera miklar væntingar til þess og þjálfarinn hefur sagt að þeir geti komist í undanúrslit.

Serbía og Svartfjallaland

Serbar og Svartfellingar mæta sem “litla liðið” í keppnina. Þeir eru ekki með neinar stórstjörnur en hafa leikið mjög vel samann sem lið. Þeir vonast til þess að geta komið öllum á óvart á HM.

Japan

Japanir eru nú undir stjórn Zico sem var á sínum tíma einn allra besti knattspyrnumaður heims. Hann hefur hins vegar ekki verið mjög sannfærandi sem þjálfari en skilaði þó sínu liði á HM. Ef Japan fellur út í 16 liða úrslitum eftir hetjulega baráttu verða áhangendur sáttir.

Suður Kórea

Suður Kóreumenn stefna á að komst upp úr riðli sínum og treysta svo á stemninguna í liðinu til þess að fleyta sér áfram. Það muna flestir eftir góðu gengi þeirra í síðustu keppni. Hins vegar voru ekki allir sáttir við það að sjá hverja stórþjóðina á fætur annarri detta úr þeirri keppni.

Sviss

Svisslendingar komust á ævintýralegan hátt á HM. Þeir slógu út Tyrki í umspili um laust sæti með fleiri mörk skoruð á útivelli. Þeir eru ekki með sterkari liðum og að komast eitthvað áleiðis í keppninni væri stórsigur fyrir þá.

Kosta Ríka

Kosta Ríkamenn unnu stórsigur þegar þeir tóku fyrst þátt í HM á Ítalíu árið 1990 því þá komust þeir í 16 liða úrslit. Þeir vonast til að geta leikið þann leik eftir í Þýskalandi.

Íran

Íranar hafa leikið sex leiki á HM og aðeins sigrað einn þeirra það var á móti Bandaríkjamönnum 2 -1 í Frakklandi árið 1998. Þeir gætu bætt einum eða tveimur sigrum í sarpinn. Þeir þurfa hins vegar að hafa heppnina með sér ef hlutirnir eiga að ganga upp.

Tógó

Tógóbúar eru að taka þátt í sinni fyrstu heimsmeistarakeppni. Það væri stórsigur fyrir þá að komast upp úr riðlinum. Þeir vonast til þess að andstæðingar þeirra vanmeti þá í keppninni.

Trínidad og Tóbagó

Trínidad og Tóbagómenn leika nú í sinni fyrstu lokakeppni. Þeir mega vera ansi ánægðir ef þeim tekst að lands sigri og þeir halda þjóðhátíð ef þeir fara upp úr riðlinum.

Sjá næstu 50 fréttir