Fótbolti

Íran

Íranar eru í D riðli með Angólamönnum, Mexíkóum og Portúgölum. Þeir eru í 23. sæti á styrkleikalista FIFA og stefna á að komast upp úr riðlinum.

Íranar hafa leikið sex leiki á HM og aðeins sigrað einn þeirra það var á móti Bandaríkjamönnum 2 -1 í Frakklandi árið 1998. Þeir gætu bætt einum eða tveimur sigrum í sarpinn. Þeir þurfa hins vegar að haf heppnina með sér ef hlutirnir eiga að ganga upp.

Króatinn Branko Ivankovic, sem stýrir liðinu, hefur náð að byggja liðið upp eftir að hafa tapað fyrir Írum í umspili um laust sæti á HM árið 2002.

Það var fátt sem kom á óvart við val Ivankovic á liði sínu hann hefur sett stefnuna á 16 liða úrslitin.

Ali Karimi sem samdi við Bayern Munich í byrjun tímabilsins var m.a. valinn knattspyrnumaður Asíu árið 2004. Hann er fljótur og flinkur leikmaður sem á hugsanlega eftir að valda usla í keppninni.

Fyrirliði: Ali Daei

Lykilmaður: Ali Karimi

Gæti slegið í gegn: Ali Karimi

Leikmannahópurinn:
1 Ebrahim Mirzapour

2 Mehdi Mahdavikia

3 Sohrab Bakhtiarizadeh

4 Yahya Golmohammadi

5 Rahman Rezaei

6 Javad Nekounam

7 Ferydoon Zandi

8 Ali Karimi

9 Vahid Hashemian

10 Ali Daei

11 Rasoul Khatibi

12 Hassan Roudbarian

13 Hossein Kaabi

14 Andranik Teymourian

15 Arash Borhani

16 Reza Enayati

17 Javad Kazemeian

18 Sattar Zare

19 Amir Hossein Sadeqi

20 Mohammad Nosrati

21 Mehrzad Madanchi

22 Vahid Talebloo

23 Massoud Shojaei



Fleiri fréttir

Sjá meira


×