Fleiri fréttir Angóla Angólamenn hafa aldrei áður leikið á HM og vanalega eru þeir mjög ánægðir með að komast í Afríkukeppnina. Þeir ætla að leika varnarbolta og koma á óvart með skyndisóknum. 22.5.2006 11:07 Ekvador Ekvadorar lögðu bæði Brasilíumenn og Argentínumenn í undakeppninni og lentu í þriðja sæti riðilsins. Hins vegar unnust sjö sigar af átta á heimavelli. Vegna þess hve fáir leikmenn leika í Evrópu er ekki hægt að búast við miklu af þeim. 22.5.2006 10:38 Sádí Arabía Sádí-Arabar eru komnir á HM, fjóða skiptið í röð. Árið 1994 komust þeir í 16 liða úrslit en féllu út í riðlakeppninni árin 1998 og 2002. Það er fátt sem bendir til þess að þeir geri eitthvað annað nú. 22.5.2006 11:46 2 marka sigur FH í Laugardalnum Íslandsmeistarar FH unnu tveggja marka útisigur á Val, 0-2 á Laugardalsvelli í kvöld í lokaleik 2. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Valsmenn voru síst lakari aðilinn í leiknum en máttu sætta sig við að fá bæði mörkin á sig eftir aukaspyrnur Tryggva Guðmundssonar. Ármann Smári Björnsson og Freyr Bjarnason skoruðu mörk Íslandsmeistaranna sem eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. 21.5.2006 21:53 Laudrup hættir hjá Bröndby Danska knattspyrnugoðsögnin Michael Laudrup tilkynnti í dag að hann muni ekki framlengja samning sinn sem knattspyrnustjóri danska liðsins Bröndby. Þessi tíðindi hafa nú kynt undir þrálátan orðróm sem uppi hefur verið í Danmörku undanfarna mánuði þess efnis að Laudrup sé að fara að taka við spænska stórliðinu Real Madrid. 21.5.2006 21:31 Ármann Smári kemur FH yfir gegn Val FH hefur náð forystu gegn Val á Laugardalsvelli, 0-1 í lokaleik 2. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Það var fyrrverandi Valsmaðurinn Ármann Smári Björnsson sem skoraði markið með skalla í þverslána og inn eftir aukaspyrnu Tryggva Guðmundssonar af vinstri kanti. Leiknum er lýst beint hér á Vísi. 21.5.2006 20:35 Spangsberg byrjar inni á í stað Garðars Willum Þór Þórsson þjálfari Vals hefur tekið Garðar Gunnlaugsson og Baldur Aðalsteinsson úr byrjunarliði Vals sem tekur á móti FH í stórleik 2. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Leikurinn hófst kl. 20 og er í beinni útsendingu á Sýn. Við bendum á að Vísir er einnig með beina útsendingu frá leiknum... 21.5.2006 20:18 Svíar heimsmeistarar í íshokkí Ólympíumeistarar Svía urðu í kvöld heimsmeistarar í íshokkí þegar þeir lögðu ríkjandi titilhafa Tékka í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Lettlandi, 4-0. Þetta er í fyrsta sinn sem sömu þjóð tekst að landa bæði ólympíu og heimsmeistaratitli á sama ári en Svíar unnu ólympíugullið á Ítalíu í febrúar sl. 21.5.2006 19:54 Veigar Páll markahæstur í Noregi Veigar Páll Gunnarsson lagði upp mark og skoraði svo jöfnunarmark Stabæk þegar 5 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í 2-2 jafnteflisleik gegn toppliði Lillestrøm í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Jöfnunarmarkið skoraði Veigar úr vítaspyrnu og er hann nú markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar með 6 mörk eftir níu leiki. 21.5.2006 18:56 Þróttur eitt á toppnum Þróttur Reykjavík er eitt á toppnum í 1. deild karla í knattspyrnu þegar tveimur umferðum er lokið en annarri umferð lauk með þremur leikjum nú undir kvöldið. Þróttarar lögðu Víking Ólafsvík á útivelli, 2-3, HK vann 4-1 sigur á KA á meðan Þór Akureyri gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna fyrir norðan. 21.5.2006 18:14 Markús Máni með eitt mark i sigri Düsseldorf Markús Máni Michaelsson skoraði eitt mark fyrir Düsseldorf sem lagði Großwallstadt, 26-18 í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag. Einar Hólmgeirsson skoraði 5 mörk fyrir Großwallstadt og Alexander Petersson tvö. Á Spáni skoraði Einar Örn Jónson 5 mörk fyrir Torrevieja sem vann 29-33 útisigur á Cantabria. 21.5.2006 18:04 Fyrsti titill Hingis í 4 ár Svissneska tenniskonan Martina Hingis vann sinn fyrsta titil í rúm fjögur ár í dag þegar hún lagði hina rússnesku Dinara Safina á opna ítalska mótinu í Róm. Hingis vann úrslitaleikinn 6-2 og 7-5 sem búist er við að komi henni inn á topp 15 á heimslistanum sem gefinn verður út á morgun. 21.5.2006 17:26 Finnar unnu bronsið á HM Finnar tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í íshokkí sem fram fer í Ríga í Lettlandi með því að vinna Kanada, 5-0. Það var varamarkvörður Finna sem var hetja sinna manna en hann varði 37 skot í leiknum. 21.5.2006 17:04 Ég á meiri virðingu skilið en að komið sé fram við mig eins og skít Frönsku knattspyrnumennirnir Ludovic Giuly og Nicolas Anelka eru afar óhressir með framkomu franska landsliðsþjálfarans Raymond Domenech í sinn garð en hann valdi hvorugan þeirra í landsliðshópinn fyrir HM sem fer fram í Þýskalandi í næsta mánuði. 21.5.2006 16:34 Watford í ensku úrvalsdeildina Watford tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næsta tímabili þegar liðið lagði Leeds í úrslitaleik í umspili 1. deildar, 3-0. Sigur liðsins var fullkomlega verðskuldaður en Watford yfirspilaði Leeds meirihluta leiksins.Gylfi Einarsson var ekki í leikmannahópi Leeds. 21.5.2006 15:58 Dawson inn fyrir Young Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu hefur kallað á Michael Dawson, varnarmann Tottenham til að vera til taks fyrir HM í Þýskalandi í næsta mánuði. Hinn 22 ára Dawson tekur sæti Luke Young, leikmanns Charlton sem meiddist á ökkla á æfingu. 21.5.2006 14:59 Watford yfir í háfleik gegn Leeds Watford er yfir gegn Leeds, 1-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Jay DeMerit skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu en leikið er á Þúsaldarvellinum í Cardiff undir lokuðu þaki. 21.5.2006 14:50 Etoo markakóngur á Spáni Kamerúninn Samúel Etoo varð markakóngurinn í spænska fótboltanum. Evrópu og Spánarmeistarar Barcelona máttu þola ósigur, 3-1 fyrir Athletic Bilbao í síðasta leiknum í spænsku úrvalsdeildinni. 21.5.2006 14:31 Nýr golfvöllur tekinn í notkun Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar tók í dag formlega í notkun nýjan golfvöll í Leirdal sem er 9 holu viðbót við golfvöll klúbbsins við Vífilsstaði. Bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar afhentu Golfklúbbi GKG völlinn til afnota og undirrituðu í leiðinni viljayfirlýsingu um áframhaldandi stuðning við golfklúbbinn. 21.5.2006 14:30 Watford eða Leeds í úrvalsdeildina Leeds og Watford keppa í dag um réttinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en úrslitaleikur liðanna hófst nú kl 14. Leikurinn fer fram á Þúsaldarvellinum í Cardiff og er sýndur beint á Sýn. Gylfi Einarsson er ekki í leikmannahópi Leeds. 21.5.2006 14:12 Eiður Smári í skiptum fyrir Nistelrooy? Enska dagblaðið News of the World greinir frá því í dag að fótboltaliðin Chelsea og Manchester United skipti hugsanlega á leikmönnum. Samkvæmt blaðinu er Eiður Smári Guðjohnsen á leið til Manchester United en hollenski sóknarmaðurinn hjá United, Ruud van Nistelrooy fer í staðinn til Chelsea. 21.5.2006 12:45 Jafnt á Skaganum Nú stendur yfir leikur Skagamanna og KR-inga á Akranesi. Leikurinn hófst klukkan 16. Staðan er 1-1.. Guðmundur Gunnarsson kom KR yfir skömmu fyrir miðjan hálfleikinn en skömmu síðar jafnaði Arnar Gunnlaugsson metin úr vítaspyrnu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. 20.5.2006 16:32 Blikar burstuðu Eyjamenn Breiðablik vann ÍBV 4-1 í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í Kópavoginum í dag. Eyjamenn náðu forystu á 21. mínútu þegar Johan Long skoraði beint úr hornspyrnu. 20.5.2006 16:30 Glæsimark Grétars tryggði KR sigur Grétar Hjartarson skoraði sigurmark KR í 1-2 útisigri Vesturbæjarliðsins á ÍA í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. 20.5.2006 00:01 Samkomulag um framtíð F1 í höfn Bernie Ecclestone skrifaði í dag undir samkomulag við lið Renault, BMW, Mercedes, Honda og Toyota um að halda áfram keppni í heimsmeistaramótinu á næstu árum, en þessi lið höfðu hótað að draga sig úr keppni og stofna nýtt mót vegna almennrar óánægju með fyrirkomulag mótsins í núverandi mynd og vildu stærri hluta af innkomunni. 19.5.2006 22:00 Dagskrá gæðingamóts og úrtöku Fáks 2006 Glæsilegir gæðingar eru skráðir til leiks og má þar nefna Þórodd frá Þóroddsstöðum, Orm frá Dalland, Töfra frá Kjartansstöðum, List frá Vakurstöðum og Rökkva frá Hárlaugsstöðum. Leiknir frá Vakurstöðum, sigurvegar B flokksins í fyrra er skráður í unglingaflokk ásamt ótal fleiri glæsilegum gæðingum. 19.5.2006 21:49 Keflvíkingar stálu sigrinum í lokin Keflvíkingar lögðu nýliða Víkings 2-1 á heimavelli sínum í Keflavík í kvöld og það var Stefán Örn Arnarson sem skoraði sigurmark liðsins í blálokin. Hólmar Örn Rúnarsson skoraði fyrsta mark leiksins á 40. mínútu, en Davíð Þór Rúnarsson jafnaði fyrir Víking á þeirri 69. Víkingur hefur því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni. 19.5.2006 21:25 Christiansen tryggði Fylki öll stigin Það var mikil dramatík í Árbænum í kvöld þegar Fylkir lagði Grindavík 2-1 í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Grindvíkingar voru yfir í leikhléi, en Sævar Þór Gíslason jafnaði metin fyrir heimamenn úr víti á 86. mínútu og lagði svo upp sigurmarkið fyrir Christian Christiansen þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Grindvíkingar léku manni færri frá 65. mínútu. 19.5.2006 21:11 Grindavík hefur yfir í Árbænum Nú er kominn hálfleikur í leikjunum tveimur sem standa yfir í annari umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Grindvíkingar hafa yfir 1-0 gegn Fylki í Árbænum, þar sem Jóhann Þórhallsson skoraði mark gestanna á 32. mínútu og þar með sitt þriðja mark í sumar. Keflvíkingar hafa náð 1-0 forystu gegn nýliðum Víkings með marki frá Hólmari Erni Rúnarssyni á 40. mínútu. 19.5.2006 20:00 Tveir leikir í kvöld Nú klukkan 19:15 hefjast fyrstu tveir leikirnir í annari umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu og hægt er að fylgjast náið með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi þar sem nýjustu tíðindi af leikjunum eru uppfærð um leið og þau gerast. Fylkir tekur á móti Grindavík í Árbænum og Keflvíkingar mæta nýliðum Víkings suður með sjó. 19.5.2006 19:09 Kahn stendur með Lehmann Oliver Kahn, markvörður Bayern Munchen og einn af markvörðum þýska landsliðsins stendur 100% með Jens Lehmann og er hann ekki í vafa að Lehmann verðu búinn að jafna sig eftir leikinn á miðvikudaginn þar sem honum var vísað af velli á 18 mínútu. 19.5.2006 19:01 Ernir í Val Handknattleiksmaðurinn efnilegi Ernir Hrafn Arnarsson úr Aftureldingu í Mosfellsbæ er genginn til liðs við Valsmenn. Ernir skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Reykjavíkurliðið, sem ætlar sér stóra hluti næsta vetur og lofuðu forráðamenn liðsins frekari liðsstyrk á næstunni á blaðamannafundi sem haldinn var af þessu tilefni í dag. 19.5.2006 19:00 Eiður Smári er til sölu Jose Mouriho gaf það út í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag að Chelsea væri tilbúið að taka við kauptilboðum í landsliðsfyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen. Mourinho segir Chelsea áfram hafa not fyrir hann, en segir að félagið muni þó athuga málið ef gott tilboð fæst í hann. 19.5.2006 18:22 Birgir Leifur á pari í Belgíu Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er að leika samtals á pari á áskorendamótinu í Belgíu eftir að hann lauk keppni í dag á einu höggi undir pari í dag, 71 höggi og er kominn í gegn um niðurskurðin á mótinu. Birgir kláraði á 73 höggum í gær eða einu höggi yfir pari. 19.5.2006 18:03 Ólöf náði sér ekki á strik Ólöf María Jónsdóttir náði sér ekki á strik á öðrum degi opna svissneska meistaramótsins í golfi í dag, en eftir að hafa leikið á tveimur höggum undir pari í gær, lauk hún keppni á sjö höggum yfir pari í dag. Ólöf komst fyrir vikið ekki í gegn um niðurskurðinn á mótinu. 19.5.2006 18:00 Spænski hópurinn fyrir HM Búið er að velja Spænska landsliðshópinn sem spilar fyrir hönd Spánar á HM í næsta mánuði. Fernando Morientes, sóknarmaður Liverpool er ekki í hópnum hjá Spánverjum. Cesc Fabregas, leikmaður Arsenal er það ásamt félaga sínum Jose Anntonio Reyes. 19.5.2006 18:00 Grönholm í forystu Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á Ford hefur forystu eftir fyrstu 6 sérleiðirnar í Sardínurallinu á Ítalíu sem hófst í dag. Grönholm hefur rúmrar hálfrar mínútu forskot á heimsmeistarann Sebastien Loeb á Citroen eftir að hafa unnið fjórar af sex fyrstu leiðunum á fyrsta keppnisdeginum. 19.5.2006 18:00 Dudek ekki í hópnum hjá Pólverjum Jerzy Dudek, markvörður hjá Liverpool er ekki í HM hópi Pólverja sem mætir til leiks á HM í sumar. Dudek hefur ekki leikið mikið á þessari leiktíð og valdi landsliðþjálfari Póllands frekar þá Artur Boruc hjá Celtic og Tomasz Kuszczak hjá West Brom sem markverði liðsins. 19.5.2006 17:45 Danny Williams kemur inn fyrir Harrison Þungavigtarhnefaleikarinn Danny Williams hefur samþykkt að koma í stað Scott Harrison á hnefaleikakvöldinu í Belfast á annað kvöld, en Harrison hætti við að keppa til að fara í áfengismeðferð. Williams mun hita upp fyrir annan bardaga sinn við Matt Skelton með því að berjast við lítt þekktan Þjóðverja. 19.5.2006 17:15 Slegist um Andy Johnson Nú er útlit fyrir að nokkur úrvalsdeildarfélög muni há harða baráttu um að landa framherjanum Andy Johnson frá Crystal Palace í sumar eftir að liði hans tókst ekki að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eins og til stóð. Everton hefur nú bæst í hóp Bolton og Wigan, sem talin eru ætla að bjóða allt að 7 milljónir punda í Johnson. 19.5.2006 16:30 Stórleikir í beinni á Sýn og NBA TV Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni NBA í kvöld og gefst íslenskum körfuboltaáhugamönnum tækifæri til að sjá þá báða í beinni útsendingu. Sjötti leikur Detroit og Cleveland verður í beinni á NBATV um miðnættið og sjötti leikur San Antonio og Dallas á Sýn klukkan 1:30. 19.5.2006 15:57 Ákvörðun Henry lykillinn að framtíðinni Arsene Wenger segist hafa sett sér tvö markmið í vikunni og í dag náði hann öðru þeirra. Arsenal tókst ekki að vinna Barcelona í úrslitum meistaradeildarinnar, en Wenger segir að ákvörðun Thierry Henry um að framlengja samning sinn í dag hafi verið mikilvægari en að vinna meistaradeildina. 19.5.2006 15:24 Drogba verður ekki seldur Jose Mourinho segir að ekki komi til greina að selja Fílabeinsstrandarmanninn Didier Drogba frá Chelsea, en framherjinn hefur látið það í ljós að undanförnu að hann vilji fara frá félaginu. 19.5.2006 15:15 Bruce verður áfram stjóri Steve Bruce verður áfram knattspyrnustjóri Birmingham, þrátt fyrir að liðið hafi fallið í fyrstu deildina í vor. Þetta var staðfest á blaðamannafundi í Birmingham í dag og þar á bæ eru menn staðráðnir í að dvelja ekki nema eitt tímabil í næstefstu deild. 19.5.2006 14:30 Sigur hjá Napoli Napoli, lið Jóns Arnórs Stefánssonar í ítölsku A-deildinni í körfuknattleik, vann í gær auðveldan sigur á Udine 107-87 í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni þar í landi. Jón Arnór skoraði 8 stig í leiknum, en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki í einvíginu kemst áfram í næstu umferð. 19.5.2006 14:15 Sjá næstu 50 fréttir
Angóla Angólamenn hafa aldrei áður leikið á HM og vanalega eru þeir mjög ánægðir með að komast í Afríkukeppnina. Þeir ætla að leika varnarbolta og koma á óvart með skyndisóknum. 22.5.2006 11:07
Ekvador Ekvadorar lögðu bæði Brasilíumenn og Argentínumenn í undakeppninni og lentu í þriðja sæti riðilsins. Hins vegar unnust sjö sigar af átta á heimavelli. Vegna þess hve fáir leikmenn leika í Evrópu er ekki hægt að búast við miklu af þeim. 22.5.2006 10:38
Sádí Arabía Sádí-Arabar eru komnir á HM, fjóða skiptið í röð. Árið 1994 komust þeir í 16 liða úrslit en féllu út í riðlakeppninni árin 1998 og 2002. Það er fátt sem bendir til þess að þeir geri eitthvað annað nú. 22.5.2006 11:46
2 marka sigur FH í Laugardalnum Íslandsmeistarar FH unnu tveggja marka útisigur á Val, 0-2 á Laugardalsvelli í kvöld í lokaleik 2. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Valsmenn voru síst lakari aðilinn í leiknum en máttu sætta sig við að fá bæði mörkin á sig eftir aukaspyrnur Tryggva Guðmundssonar. Ármann Smári Björnsson og Freyr Bjarnason skoruðu mörk Íslandsmeistaranna sem eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. 21.5.2006 21:53
Laudrup hættir hjá Bröndby Danska knattspyrnugoðsögnin Michael Laudrup tilkynnti í dag að hann muni ekki framlengja samning sinn sem knattspyrnustjóri danska liðsins Bröndby. Þessi tíðindi hafa nú kynt undir þrálátan orðróm sem uppi hefur verið í Danmörku undanfarna mánuði þess efnis að Laudrup sé að fara að taka við spænska stórliðinu Real Madrid. 21.5.2006 21:31
Ármann Smári kemur FH yfir gegn Val FH hefur náð forystu gegn Val á Laugardalsvelli, 0-1 í lokaleik 2. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Það var fyrrverandi Valsmaðurinn Ármann Smári Björnsson sem skoraði markið með skalla í þverslána og inn eftir aukaspyrnu Tryggva Guðmundssonar af vinstri kanti. Leiknum er lýst beint hér á Vísi. 21.5.2006 20:35
Spangsberg byrjar inni á í stað Garðars Willum Þór Þórsson þjálfari Vals hefur tekið Garðar Gunnlaugsson og Baldur Aðalsteinsson úr byrjunarliði Vals sem tekur á móti FH í stórleik 2. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Leikurinn hófst kl. 20 og er í beinni útsendingu á Sýn. Við bendum á að Vísir er einnig með beina útsendingu frá leiknum... 21.5.2006 20:18
Svíar heimsmeistarar í íshokkí Ólympíumeistarar Svía urðu í kvöld heimsmeistarar í íshokkí þegar þeir lögðu ríkjandi titilhafa Tékka í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Lettlandi, 4-0. Þetta er í fyrsta sinn sem sömu þjóð tekst að landa bæði ólympíu og heimsmeistaratitli á sama ári en Svíar unnu ólympíugullið á Ítalíu í febrúar sl. 21.5.2006 19:54
Veigar Páll markahæstur í Noregi Veigar Páll Gunnarsson lagði upp mark og skoraði svo jöfnunarmark Stabæk þegar 5 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í 2-2 jafnteflisleik gegn toppliði Lillestrøm í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Jöfnunarmarkið skoraði Veigar úr vítaspyrnu og er hann nú markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar með 6 mörk eftir níu leiki. 21.5.2006 18:56
Þróttur eitt á toppnum Þróttur Reykjavík er eitt á toppnum í 1. deild karla í knattspyrnu þegar tveimur umferðum er lokið en annarri umferð lauk með þremur leikjum nú undir kvöldið. Þróttarar lögðu Víking Ólafsvík á útivelli, 2-3, HK vann 4-1 sigur á KA á meðan Þór Akureyri gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna fyrir norðan. 21.5.2006 18:14
Markús Máni með eitt mark i sigri Düsseldorf Markús Máni Michaelsson skoraði eitt mark fyrir Düsseldorf sem lagði Großwallstadt, 26-18 í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag. Einar Hólmgeirsson skoraði 5 mörk fyrir Großwallstadt og Alexander Petersson tvö. Á Spáni skoraði Einar Örn Jónson 5 mörk fyrir Torrevieja sem vann 29-33 útisigur á Cantabria. 21.5.2006 18:04
Fyrsti titill Hingis í 4 ár Svissneska tenniskonan Martina Hingis vann sinn fyrsta titil í rúm fjögur ár í dag þegar hún lagði hina rússnesku Dinara Safina á opna ítalska mótinu í Róm. Hingis vann úrslitaleikinn 6-2 og 7-5 sem búist er við að komi henni inn á topp 15 á heimslistanum sem gefinn verður út á morgun. 21.5.2006 17:26
Finnar unnu bronsið á HM Finnar tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í íshokkí sem fram fer í Ríga í Lettlandi með því að vinna Kanada, 5-0. Það var varamarkvörður Finna sem var hetja sinna manna en hann varði 37 skot í leiknum. 21.5.2006 17:04
Ég á meiri virðingu skilið en að komið sé fram við mig eins og skít Frönsku knattspyrnumennirnir Ludovic Giuly og Nicolas Anelka eru afar óhressir með framkomu franska landsliðsþjálfarans Raymond Domenech í sinn garð en hann valdi hvorugan þeirra í landsliðshópinn fyrir HM sem fer fram í Þýskalandi í næsta mánuði. 21.5.2006 16:34
Watford í ensku úrvalsdeildina Watford tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næsta tímabili þegar liðið lagði Leeds í úrslitaleik í umspili 1. deildar, 3-0. Sigur liðsins var fullkomlega verðskuldaður en Watford yfirspilaði Leeds meirihluta leiksins.Gylfi Einarsson var ekki í leikmannahópi Leeds. 21.5.2006 15:58
Dawson inn fyrir Young Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu hefur kallað á Michael Dawson, varnarmann Tottenham til að vera til taks fyrir HM í Þýskalandi í næsta mánuði. Hinn 22 ára Dawson tekur sæti Luke Young, leikmanns Charlton sem meiddist á ökkla á æfingu. 21.5.2006 14:59
Watford yfir í háfleik gegn Leeds Watford er yfir gegn Leeds, 1-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Jay DeMerit skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu en leikið er á Þúsaldarvellinum í Cardiff undir lokuðu þaki. 21.5.2006 14:50
Etoo markakóngur á Spáni Kamerúninn Samúel Etoo varð markakóngurinn í spænska fótboltanum. Evrópu og Spánarmeistarar Barcelona máttu þola ósigur, 3-1 fyrir Athletic Bilbao í síðasta leiknum í spænsku úrvalsdeildinni. 21.5.2006 14:31
Nýr golfvöllur tekinn í notkun Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar tók í dag formlega í notkun nýjan golfvöll í Leirdal sem er 9 holu viðbót við golfvöll klúbbsins við Vífilsstaði. Bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar afhentu Golfklúbbi GKG völlinn til afnota og undirrituðu í leiðinni viljayfirlýsingu um áframhaldandi stuðning við golfklúbbinn. 21.5.2006 14:30
Watford eða Leeds í úrvalsdeildina Leeds og Watford keppa í dag um réttinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en úrslitaleikur liðanna hófst nú kl 14. Leikurinn fer fram á Þúsaldarvellinum í Cardiff og er sýndur beint á Sýn. Gylfi Einarsson er ekki í leikmannahópi Leeds. 21.5.2006 14:12
Eiður Smári í skiptum fyrir Nistelrooy? Enska dagblaðið News of the World greinir frá því í dag að fótboltaliðin Chelsea og Manchester United skipti hugsanlega á leikmönnum. Samkvæmt blaðinu er Eiður Smári Guðjohnsen á leið til Manchester United en hollenski sóknarmaðurinn hjá United, Ruud van Nistelrooy fer í staðinn til Chelsea. 21.5.2006 12:45
Jafnt á Skaganum Nú stendur yfir leikur Skagamanna og KR-inga á Akranesi. Leikurinn hófst klukkan 16. Staðan er 1-1.. Guðmundur Gunnarsson kom KR yfir skömmu fyrir miðjan hálfleikinn en skömmu síðar jafnaði Arnar Gunnlaugsson metin úr vítaspyrnu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. 20.5.2006 16:32
Blikar burstuðu Eyjamenn Breiðablik vann ÍBV 4-1 í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í Kópavoginum í dag. Eyjamenn náðu forystu á 21. mínútu þegar Johan Long skoraði beint úr hornspyrnu. 20.5.2006 16:30
Glæsimark Grétars tryggði KR sigur Grétar Hjartarson skoraði sigurmark KR í 1-2 útisigri Vesturbæjarliðsins á ÍA í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. 20.5.2006 00:01
Samkomulag um framtíð F1 í höfn Bernie Ecclestone skrifaði í dag undir samkomulag við lið Renault, BMW, Mercedes, Honda og Toyota um að halda áfram keppni í heimsmeistaramótinu á næstu árum, en þessi lið höfðu hótað að draga sig úr keppni og stofna nýtt mót vegna almennrar óánægju með fyrirkomulag mótsins í núverandi mynd og vildu stærri hluta af innkomunni. 19.5.2006 22:00
Dagskrá gæðingamóts og úrtöku Fáks 2006 Glæsilegir gæðingar eru skráðir til leiks og má þar nefna Þórodd frá Þóroddsstöðum, Orm frá Dalland, Töfra frá Kjartansstöðum, List frá Vakurstöðum og Rökkva frá Hárlaugsstöðum. Leiknir frá Vakurstöðum, sigurvegar B flokksins í fyrra er skráður í unglingaflokk ásamt ótal fleiri glæsilegum gæðingum. 19.5.2006 21:49
Keflvíkingar stálu sigrinum í lokin Keflvíkingar lögðu nýliða Víkings 2-1 á heimavelli sínum í Keflavík í kvöld og það var Stefán Örn Arnarson sem skoraði sigurmark liðsins í blálokin. Hólmar Örn Rúnarsson skoraði fyrsta mark leiksins á 40. mínútu, en Davíð Þór Rúnarsson jafnaði fyrir Víking á þeirri 69. Víkingur hefur því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni. 19.5.2006 21:25
Christiansen tryggði Fylki öll stigin Það var mikil dramatík í Árbænum í kvöld þegar Fylkir lagði Grindavík 2-1 í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Grindvíkingar voru yfir í leikhléi, en Sævar Þór Gíslason jafnaði metin fyrir heimamenn úr víti á 86. mínútu og lagði svo upp sigurmarkið fyrir Christian Christiansen þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Grindvíkingar léku manni færri frá 65. mínútu. 19.5.2006 21:11
Grindavík hefur yfir í Árbænum Nú er kominn hálfleikur í leikjunum tveimur sem standa yfir í annari umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Grindvíkingar hafa yfir 1-0 gegn Fylki í Árbænum, þar sem Jóhann Þórhallsson skoraði mark gestanna á 32. mínútu og þar með sitt þriðja mark í sumar. Keflvíkingar hafa náð 1-0 forystu gegn nýliðum Víkings með marki frá Hólmari Erni Rúnarssyni á 40. mínútu. 19.5.2006 20:00
Tveir leikir í kvöld Nú klukkan 19:15 hefjast fyrstu tveir leikirnir í annari umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu og hægt er að fylgjast náið með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi þar sem nýjustu tíðindi af leikjunum eru uppfærð um leið og þau gerast. Fylkir tekur á móti Grindavík í Árbænum og Keflvíkingar mæta nýliðum Víkings suður með sjó. 19.5.2006 19:09
Kahn stendur með Lehmann Oliver Kahn, markvörður Bayern Munchen og einn af markvörðum þýska landsliðsins stendur 100% með Jens Lehmann og er hann ekki í vafa að Lehmann verðu búinn að jafna sig eftir leikinn á miðvikudaginn þar sem honum var vísað af velli á 18 mínútu. 19.5.2006 19:01
Ernir í Val Handknattleiksmaðurinn efnilegi Ernir Hrafn Arnarsson úr Aftureldingu í Mosfellsbæ er genginn til liðs við Valsmenn. Ernir skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Reykjavíkurliðið, sem ætlar sér stóra hluti næsta vetur og lofuðu forráðamenn liðsins frekari liðsstyrk á næstunni á blaðamannafundi sem haldinn var af þessu tilefni í dag. 19.5.2006 19:00
Eiður Smári er til sölu Jose Mouriho gaf það út í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag að Chelsea væri tilbúið að taka við kauptilboðum í landsliðsfyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen. Mourinho segir Chelsea áfram hafa not fyrir hann, en segir að félagið muni þó athuga málið ef gott tilboð fæst í hann. 19.5.2006 18:22
Birgir Leifur á pari í Belgíu Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er að leika samtals á pari á áskorendamótinu í Belgíu eftir að hann lauk keppni í dag á einu höggi undir pari í dag, 71 höggi og er kominn í gegn um niðurskurðin á mótinu. Birgir kláraði á 73 höggum í gær eða einu höggi yfir pari. 19.5.2006 18:03
Ólöf náði sér ekki á strik Ólöf María Jónsdóttir náði sér ekki á strik á öðrum degi opna svissneska meistaramótsins í golfi í dag, en eftir að hafa leikið á tveimur höggum undir pari í gær, lauk hún keppni á sjö höggum yfir pari í dag. Ólöf komst fyrir vikið ekki í gegn um niðurskurðinn á mótinu. 19.5.2006 18:00
Spænski hópurinn fyrir HM Búið er að velja Spænska landsliðshópinn sem spilar fyrir hönd Spánar á HM í næsta mánuði. Fernando Morientes, sóknarmaður Liverpool er ekki í hópnum hjá Spánverjum. Cesc Fabregas, leikmaður Arsenal er það ásamt félaga sínum Jose Anntonio Reyes. 19.5.2006 18:00
Grönholm í forystu Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á Ford hefur forystu eftir fyrstu 6 sérleiðirnar í Sardínurallinu á Ítalíu sem hófst í dag. Grönholm hefur rúmrar hálfrar mínútu forskot á heimsmeistarann Sebastien Loeb á Citroen eftir að hafa unnið fjórar af sex fyrstu leiðunum á fyrsta keppnisdeginum. 19.5.2006 18:00
Dudek ekki í hópnum hjá Pólverjum Jerzy Dudek, markvörður hjá Liverpool er ekki í HM hópi Pólverja sem mætir til leiks á HM í sumar. Dudek hefur ekki leikið mikið á þessari leiktíð og valdi landsliðþjálfari Póllands frekar þá Artur Boruc hjá Celtic og Tomasz Kuszczak hjá West Brom sem markverði liðsins. 19.5.2006 17:45
Danny Williams kemur inn fyrir Harrison Þungavigtarhnefaleikarinn Danny Williams hefur samþykkt að koma í stað Scott Harrison á hnefaleikakvöldinu í Belfast á annað kvöld, en Harrison hætti við að keppa til að fara í áfengismeðferð. Williams mun hita upp fyrir annan bardaga sinn við Matt Skelton með því að berjast við lítt þekktan Þjóðverja. 19.5.2006 17:15
Slegist um Andy Johnson Nú er útlit fyrir að nokkur úrvalsdeildarfélög muni há harða baráttu um að landa framherjanum Andy Johnson frá Crystal Palace í sumar eftir að liði hans tókst ekki að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eins og til stóð. Everton hefur nú bæst í hóp Bolton og Wigan, sem talin eru ætla að bjóða allt að 7 milljónir punda í Johnson. 19.5.2006 16:30
Stórleikir í beinni á Sýn og NBA TV Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni NBA í kvöld og gefst íslenskum körfuboltaáhugamönnum tækifæri til að sjá þá báða í beinni útsendingu. Sjötti leikur Detroit og Cleveland verður í beinni á NBATV um miðnættið og sjötti leikur San Antonio og Dallas á Sýn klukkan 1:30. 19.5.2006 15:57
Ákvörðun Henry lykillinn að framtíðinni Arsene Wenger segist hafa sett sér tvö markmið í vikunni og í dag náði hann öðru þeirra. Arsenal tókst ekki að vinna Barcelona í úrslitum meistaradeildarinnar, en Wenger segir að ákvörðun Thierry Henry um að framlengja samning sinn í dag hafi verið mikilvægari en að vinna meistaradeildina. 19.5.2006 15:24
Drogba verður ekki seldur Jose Mourinho segir að ekki komi til greina að selja Fílabeinsstrandarmanninn Didier Drogba frá Chelsea, en framherjinn hefur látið það í ljós að undanförnu að hann vilji fara frá félaginu. 19.5.2006 15:15
Bruce verður áfram stjóri Steve Bruce verður áfram knattspyrnustjóri Birmingham, þrátt fyrir að liðið hafi fallið í fyrstu deildina í vor. Þetta var staðfest á blaðamannafundi í Birmingham í dag og þar á bæ eru menn staðráðnir í að dvelja ekki nema eitt tímabil í næstefstu deild. 19.5.2006 14:30
Sigur hjá Napoli Napoli, lið Jóns Arnórs Stefánssonar í ítölsku A-deildinni í körfuknattleik, vann í gær auðveldan sigur á Udine 107-87 í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni þar í landi. Jón Arnór skoraði 8 stig í leiknum, en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki í einvíginu kemst áfram í næstu umferð. 19.5.2006 14:15