Fótbolti

Tomas Rosicky í læknisskoðun hjá Arsenal

Tomas Rosicky (10) fagnar hér marki með félögum sínum í tékkneska landsliðinu í leik gegn Noregi í undankeppni HM.
Tomas Rosicky (10) fagnar hér marki með félögum sínum í tékkneska landsliðinu í leik gegn Noregi í undankeppni HM.

Tékkneski landsliðsmaðurinn og miðjumaður Borussia Dortmund, Tomas Rosicky, hefur farið í læknisskoðun hjá Arsenal, segir þjálfari Tékka Karel Bruckner. Hinn 25, ára leikmaður Dortmund er samningsbundinn félaginu til ársins 2008, og er einn af lykilmönnum Tékkneska landsliðsins.

" Ég er hissa á því að þetta hafi ekki komið fram fyrr, við höfum reynt að halda þessu leyndu en ég verð að viðurkenna það núna að Tomas hefur farið í læknisskoðun hjá Arsenal" sagði Karel Bruckner. Tomas Rosicki var lengi vel undir smásjá hjá Atletico Madrid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×