Fótbolti

Suður Kórea

Suður Kóreumenn eru í G riðli með Frökkum, Svisslendingum og Tógóbúum. Þeir eru í 29. sæti styrkleikalista FIFA og gætu komist upp úr riðlinum.

Suður Kóreumenn stefna á að komst upp úr riðli sínum og treysta svo á stemninguna í liðinu til þess að fleyta þeim áfram. Það muna flestir eftir góðu gengi þeirra í síðustu keppni. Hins vegar voru ekki allir sáttir við það að sjá hverja stórþjóðina á fætur annarri detta úr keppninni.

Það er hinn þaulreyndi Hollenski þjálfari Dick Advocaat sem tók við liðinu af Jo Bonfrere. Jo hætti eftir undankeppnina í kjölfar slæmra úrslita.

Það var fátt sem kom á óvart þegar Advocaat tilkynnti HM hópinn sinn. „Við erum með gott jafnvægi í liðinu og það getur komið mörgum í heiminum á óvart," sagði Advocaat við það tækifæri.

Leikmaður Manchester United Ji-Sung Park hefur skotist upp á stjörnuhimininn eftir að hann gekk til liðsins. Hann hefur leikið nokkra frábæra leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Fyrirliði: Jin-Cheul Choi

Lykilmaður: Ji-Sung Park

Gæti slegið í gegn: Ji-Sung Park

Leikmannahópurinn:
1 Woon-Jae Lee

2 Young-Chul Kim

3 Dong-Jin Kim

4 Jin-Chul Choi

5 Nam-Il Kim

6 Jin-Kyu Kim

7 Ji-Sung Park

8 Do-Heon Kim

9 Jung-Hwan Ahn

10 Chu-Young Park

11 Ki-Hyun Seol

12 Young-Pyo Lee

13 Eul-Yong Lee

14 Chun-Soo Lee

15 Ji-hoon Baek

16 Kyung-Ho Chung

17 Ho Lee

18 Sang-Sik Kim

19 Jae-Jin Cho

20 Yong-Dae Kim

21 Young-Kwang Kim

22 Chong-Gug Song

23 Won-hee Cho



Fleiri fréttir

Sjá meira


×