Fótbolti

Sviss

Svisslendingar eru í G riðli með Frökkum, Suður Kóreumönnum og Tógóbúum. Þeir ættu að geta slegist við Suður Kóreu menn um annað sætið í riðlinum á eftir Frökkum. Sviss er í 35. sæti á styrkleikalista FIFA.

Svisslendingar komust á ævintýralegan hátt á HM. Þeir slógu út Tyrki í umspili um laust sæti með fleiri mörk skoruð á útivelli. Þeir eru ekki með sterkari liðum og að komast eitthvað áfram í keppninni væri stórsigur fyrir þá.

Það er Jakob „Kobi" Kuhn sem stýrir liðinu. Hann tók við árið 2001 og er fyrsti Svisslendingurinn sem stjórnar í 12 ár. Hann kom liðinu á EM 2004 og er nú á leið til Þýskalands sem verður að teljast nokkuð gott.

Hinn leikreyndi fastamaður í Svissneska liðinu Hakan Yakin var ekki valinn í HM hópinn. Hann hefur lítið leikið í vetur vegna meiðsla en var búinn að ná sér að fullu og vonaðist til þess að vera valinn.

Leikmaður Rennes Alexander Frei hefur verið iðinn við markaskorun bæði í Frakklandi og fyrir landslið sitt. Hann verður að vera í toppformi ætli Svisslendingar sér eitthvað á mótinu.

Fyrirliði: Johan Vogel

Lykilmaður: Alexander Frei

Gæti slegið í gegn: Marco Streller

Leikmannahópurinn:
1 Pascal Zuberbuhler

2 Johan Djourou

3 Ludovic Magnin

4 Philippe Senderos

5 Xavier Margairaz

6 Johann Vogel

7 Ricardo Cabanas

8 Raphael Wicky

9 Alexander Frei

10 Daniel Gygax

11 Marco Streller

12 Diego Benaglio

13 Stephane Grichting

14 David Degen

15 Blerim Dzemaili

16 Tranquillo Barnetta

17 Christoph Spycher

18 Mauro Lustrinelli

19 Valon Behrami

20 Patrick Muller

21 Fabio Coltorti

22 Johan Vonlanthen

23 Philipp Degen



Fleiri fréttir

Sjá meira


×