Fótbolti

Messi varar Brasilíu við

Messi ræðir við blaðamenn.
Messi ræðir við blaðamenn. MYND/AP

Hinn ungi argentíski leikstjórnandi Lionel Messi telur að Brasilía geti auðveldlega farið illa út úr riðlakeppninni og dottið þar út þrátt fyrir að vera taldir sigurstranglegastir í sínum riðli.

Hinn 18 ára Messi man eftir því þegar Argentína datt út í seinustu keppni fyrir 4 árum þegar þeir voru taldir sigurstranglegastir hjá veðbönkunum. Messi segir að Brasilía sé frábært lið en að fyrir 4 árum hafi Argentína dottið út í fyrstu umferð og því sé allt hægt og allt getur gerst.

Messi og Argentíska liðið vill sem minnst segja um möguleika liðsins í keppninni vegna hræðslu við endurtekningu á hrakförunum í seinustu keppni. Messi segir yfirvegað andrúmsloft ríkja innan liðsins og að allir séu rólegir og geri sér ekki allt of miklar væntingar.

Messi hlakkar til að spila og vonar að hann og Juan Roman Riquelme nái jafn vel saman og hann og Ronaldinho gera hjá Barcelona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×