Fótbolti

Japan

Japanir eru í F riðli með Brasilíumönnum, Króötum og Áströlum. Þeir eru í 18. sæti á styrkleikalista FIFA. Það verður erfitt fyrir þá að komast upp úr riðlinum en alls ekki ómögulegt.

Japanir eru nú undir stjórn Zico sem var á sínum tíma einn allra besti knattspyrnumaður heims. Hann hefur hins vegar ekki verið mjög sannfærandi sem þjálfari en skilaði þó sínu liði á HM. Ef Japan fellur út í 16 liða úrslitum eftir hetjulega baráttu verða áhangendur sáttir.

Zico tók við af Frakkanum Philippe Troussier. Eins og áður hefur komið fram þá þótti Japanska liðið ekkert sérstaklega sannfærandi í undankeppninni. Goðsögnin Zico hefur hins vegar HM til að sýna mátt sinn sem þjálfari.

Sóknarmaður Yokahama Tatsuhiko Kubo var ekki valinn í 23 manna HM hópinn. Í hans stað valdi Zico Seiichiro Maki sem er með mun minni leikreynslu.

Sinji Ono sem snéri heim í J deildina frá Feyenoord er hugsanlega alhliða besti leikmaður Japana. Hidetoshi Nakata leikmaður Bolton er hins vegar þeirra stærsta stjarna.

Fyrirliði: Tsuneyasu Miyamoto

Lykilmaður: Sinji Ono

Gæti slegið í gegn: Shunsuke Nakamura

Leikmannahópurinn:
1 Seigo Narazaki

2 Makoto Tanaka

3 Yuichi Komano

4 Yasuhito Endo

5 Tsuneyasu Miyamoto

6 Koji Nakata

7 Hidetoshi Nakata

8 Mitsuo Ogasawara

9 Naohiro Takahara

10 Shunsuke Nakamura

11 Seiichiro Maki

12 Yoichi Doi

13 Atsushi Yanagisawa

14 Alessandro Alex Santos

15 Takashi Fukunishi

16 Masashi Oguro

17 Junichi Inamoto

18 Shinji Ono

19 Keisuke Tsuboi

20 Keiji Tamada

21 Akira Kaji

22 Yuji Nakazawa

23 Yoshikatsu Kawaguchi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×