„Einhver vildi losna við mig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2025 09:02 Gianluigi Donnarumma fagnar með stuðningsmönnum Paris Saint Germain með Meistaradeildarbikarinn. EPA/FRANCK FIFE Gianluigi Donnarumma hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Paris Saint Germain en hann sendi stuðningsmönnum félagsins kveðju þar sem hann ásakar franska félagið um að ýta sér út. Ástæða brottfarar hans frá frönsku Evrópumeisturunum er ekki frammistaðan enda átti hann mikinn þátt í sigurgöngu Parísarfélagsins á árinu 2025 heldur er hún miklu frekar sú að Donnarumma vildi ekki framlengja samning sinn sem rennur út næsta sumar. Franski fjölmiðillinn L'Équipe segir síðan frá því að Donnarumma sé búinn að gera samkomulag við Manchester City. Gianluigi Donnarumma a échangé avec Pep Guardiola et possède un accord avec Manchester City➡️ https://t.co/AH7JxrMJWH pic.twitter.com/Qn8Ul9Csg3— L'Équipe (@lequipe) August 12, 2025 „Til hinna sérstöku stuðningsmanna PSG. Ég gaf allt mitt frá frá fyrsta deginum sem ég kom hingað, bæði inn á vellinum og utan hans, til að vinna mér sæti í liðinu og til að fá að verja mark Paris Saint-Germain,“ skrifaði Gianluigi Donnarumma sem er enn bara 26 ára gamall en hefur spilað fyrir PSG frá árinu 2021. „Því miður ákvað einhver að ég ætti ekki að vera lengur hluti af þessu liði og fá ekki lengur að hjálpa liðinu að ná árangri. Einhver vildi losna við mig. Ég er bæði vonsvikinn og dapur,“ skrifaði Donnarumma. „Ég vona að ég fái tækifæri til að horfa aftur í augun á stuðningsmönnunum á Parc des Princes og fái að kveðja eins og það ætti að vera,“ skrifaði Donnarumma. „Ef það gerist ekki þá vil ég láta ykkur vita að stuðningur ykkur og ástríða skipti mig miklu máli og ég mun aldrei gleyma því. Ég mun taka með mér þessar tilfinningar, þessar minningar, þessi mögnuðu kvöld og það hvernig þið létuð mér líða eins og ég væri heima hjá mér,“ skrifaði Donnarumma. „Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að spila fyrir þetta félag og að búa í þessari borg. Takk fyrir París,“ skrifaði Donnarumma. pic.twitter.com/rtBlA6iQtK— GIANLUIGI DONNARUMMA (@donnarumma) August 12, 2025 Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Ástæða brottfarar hans frá frönsku Evrópumeisturunum er ekki frammistaðan enda átti hann mikinn þátt í sigurgöngu Parísarfélagsins á árinu 2025 heldur er hún miklu frekar sú að Donnarumma vildi ekki framlengja samning sinn sem rennur út næsta sumar. Franski fjölmiðillinn L'Équipe segir síðan frá því að Donnarumma sé búinn að gera samkomulag við Manchester City. Gianluigi Donnarumma a échangé avec Pep Guardiola et possède un accord avec Manchester City➡️ https://t.co/AH7JxrMJWH pic.twitter.com/Qn8Ul9Csg3— L'Équipe (@lequipe) August 12, 2025 „Til hinna sérstöku stuðningsmanna PSG. Ég gaf allt mitt frá frá fyrsta deginum sem ég kom hingað, bæði inn á vellinum og utan hans, til að vinna mér sæti í liðinu og til að fá að verja mark Paris Saint-Germain,“ skrifaði Gianluigi Donnarumma sem er enn bara 26 ára gamall en hefur spilað fyrir PSG frá árinu 2021. „Því miður ákvað einhver að ég ætti ekki að vera lengur hluti af þessu liði og fá ekki lengur að hjálpa liðinu að ná árangri. Einhver vildi losna við mig. Ég er bæði vonsvikinn og dapur,“ skrifaði Donnarumma. „Ég vona að ég fái tækifæri til að horfa aftur í augun á stuðningsmönnunum á Parc des Princes og fái að kveðja eins og það ætti að vera,“ skrifaði Donnarumma. „Ef það gerist ekki þá vil ég láta ykkur vita að stuðningur ykkur og ástríða skipti mig miklu máli og ég mun aldrei gleyma því. Ég mun taka með mér þessar tilfinningar, þessar minningar, þessi mögnuðu kvöld og það hvernig þið létuð mér líða eins og ég væri heima hjá mér,“ skrifaði Donnarumma. „Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að spila fyrir þetta félag og að búa í þessari borg. Takk fyrir París,“ skrifaði Donnarumma. pic.twitter.com/rtBlA6iQtK— GIANLUIGI DONNARUMMA (@donnarumma) August 12, 2025
Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira