Fótbolti

Svíþjóð

Svíar eru í B riðli með Englendingum Paragvæum og Trínidad og Tóbagómönnum. Reikna má með sigri Englendinga en Svíarnir ættu ekki að vera í neinum teljandi vandræðum með það að komast áfram upp úr riðlinum.

Sænska liðið er með mjög skemmtilegt sóknarlið sem býr yfir miklum hraða og það er til alls líklegt. Þar eru ungir leikmenn í bland við reynslubolta. Það verður ekki auðvelt að slá þetta lið út úr keppninni.

Lars Lagerback stýrir liðinu en hann var annar hlutinn af þjálfarateymi Svía með Tommy Soderberg. Lagerback tók einn við eftir Evrópukeppnina 2004 og hingað til hefur gengið vel.

Alexander Ostlund leikmaður Southampton sem leikið hefur 18 landsleiki fyrir Svía var ekki valinn í HM hópinn. Hins vegar var Fredrik Stenman leikmaður Bayer Leverkusen valinn en hann hefur aldrei leikið fyrir þjóð sína.

Zlatan Ibrahimovic framherji Juventus er sterkur og flinkur knattspyrnumaður. Hann var frábær hjá Juve tímabilið 2004 – 2005  en hefur dalað aðeins í vetur. Hann er engu að síður einn af lykilmönnum Svía og mjög mikilvægt fyrir þá að hann finni leiðina að markinu.

Fyrirliði: Olof  Mellberg

Lykilmaður: Zlatan Ibrahimovic

Gæti slegið í gegn: Andreas Isaksson

Leikmannahópurinn:
1 Andreas Isaksson

2 Mikael Nilsson

3 Olof Mellberg

4 Teddy Lucic

5 Erik Edman

6 Tobias Linderoth

7 Niclas Alexandersson

8 Anders Svensson

9 Fredrik Ljungberg

10 Zlatan Ibrahimovic

11 Henrik Larsson

12 John Alvbage

13 Petter Hansson

14 Fredrik Stenman

15 Karl Svensson

16 Kim Kallstrom

17 Johan Elmander

18 Mattias Jonson

19 Daniel Andersson

20 Marcus Allback

21 Christian Wilhelmsson

22 Markus Rosenberg

23 Rami Shaaban



Fleiri fréttir

Sjá meira


×