Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2025 07:17 Gunnlaugur Árni Sveinsson verður í eldlínunni þear 64 manna úrslitin hefjast. @arnoldpalmercup Kyfingurinn stórefnilegi Gunnlaugur Árni Sveinsson er kominn áfram í 64 manna úrslit U.S. Amateur mótinu sem fer fram í Kaliforníu þessa dagana. Gunnlaugur lék fyrri hring höggleiksins á tveimur höggum undir pari og þann seinni á tveimur höggum yfir pari. Golfsambandið segir frá afrekum Gunnlaugs á heimsíðu sinni. Hann var því á pari eftir hringina tvo, sem skilaði honum fjórtándi sæti höggleiksins. Hinn bandaríski Preston Stout sigraði höggleikinn á átta höggum undir pari, eftir frábæran seinni hring. U.S. Amateur mótið er árlegt mót á vegum bandaríska golfsambandsins. Mótið í ár fer fram á hinum sögufræga The Olympic Club dagana 11.-17. ágúst. Á fyrstu tveimur hringjum mótsins er leikinn höggleikur. Allir kylfingar leika einn hring á Lake Course vellinum og einn hring á Ocean Course vellinum. Efstu 64 kylfingar höggleiksins halda áfram í holukeppni mótsins, sem alfarið er leikin á Lake Course vellinum. Útsláttarkeppnin fer fram yfir fimm daga, og lýkur með 36 holu einvígi síðustu tveggja kylfinganna, sunnudaginn 17. ágúst. Seinni hringur Gunnlaugs í höggleiknum var á Lake Course vellinum, sem er bæði lengri og erfiðari en Ocean Course völlurinn. Gunnlaugur fékk tvo skolla á fyrstu þremur holunum en lék vel eftir það. Hann fékk tvo fugla og einn tvöfaldan skolla á síðustu fimmtán holunum, og lauk hringnum því á tveimur höggum yfir pari. Nú standa einungis sex sigrar á milli Gunnlaugs og sigurs í mótinu. Verðlaunin eru svo ekki af verri endanum. Sigurvegari mótsins fær: Boð í Masters mótið, sæti í U.S. Open á næsta ári og sæti í Opna breska á næsta ári. Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Gunnlaugur lék fyrri hring höggleiksins á tveimur höggum undir pari og þann seinni á tveimur höggum yfir pari. Golfsambandið segir frá afrekum Gunnlaugs á heimsíðu sinni. Hann var því á pari eftir hringina tvo, sem skilaði honum fjórtándi sæti höggleiksins. Hinn bandaríski Preston Stout sigraði höggleikinn á átta höggum undir pari, eftir frábæran seinni hring. U.S. Amateur mótið er árlegt mót á vegum bandaríska golfsambandsins. Mótið í ár fer fram á hinum sögufræga The Olympic Club dagana 11.-17. ágúst. Á fyrstu tveimur hringjum mótsins er leikinn höggleikur. Allir kylfingar leika einn hring á Lake Course vellinum og einn hring á Ocean Course vellinum. Efstu 64 kylfingar höggleiksins halda áfram í holukeppni mótsins, sem alfarið er leikin á Lake Course vellinum. Útsláttarkeppnin fer fram yfir fimm daga, og lýkur með 36 holu einvígi síðustu tveggja kylfinganna, sunnudaginn 17. ágúst. Seinni hringur Gunnlaugs í höggleiknum var á Lake Course vellinum, sem er bæði lengri og erfiðari en Ocean Course völlurinn. Gunnlaugur fékk tvo skolla á fyrstu þremur holunum en lék vel eftir það. Hann fékk tvo fugla og einn tvöfaldan skolla á síðustu fimmtán holunum, og lauk hringnum því á tveimur höggum yfir pari. Nú standa einungis sex sigrar á milli Gunnlaugs og sigurs í mótinu. Verðlaunin eru svo ekki af verri endanum. Sigurvegari mótsins fær: Boð í Masters mótið, sæti í U.S. Open á næsta ári og sæti í Opna breska á næsta ári.
Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira