Fótbolti

Holland

Hollendingar eru í C riðli með Argentínumönnum Fílabeinsstrendingum og Serbum og Svartfellingum. Þetta er strembinn riðill og ómögulegt að spá um hvaða lið fara upp úr honum. Þeir eru í þriðja sæti á styrkleikalista FIFA.

Hollendingar eru með mikið endurnýjað lið frá því sem verið hefur. Það er nýja kynslóðin sem þeir treysta á í keppninni. Menn eins og Robben, Van der Vaart og Sneijder með Nistelrooy á toppnum eiga að gera það sem þarf.

Það er annar gamall markahrókur sem stýrir þessu unga liði Hollendinga engin annar en Marco van Basten. Hann tók við liðinu í júlí árið 2004 þá með frekar litla sem þjálfari.

Jan Kromkamp leikmaður Liverpool var valinn í hópinn þrátt fyrir að hafa leikið lítið eftir að hann var keyptur frá Villareal á Spáni. Edgar Davids, Roy Makaay, Clarence Seedorf voru ekki valdir í hið unga lið van Bastens.

Liðið treystir á Ruud van Nistelrooy til þess að koma boltanum í net andstæðinganna. Ef hann nær sér ekki á strik gæti þetta orðið erfitt mót Hollendinga. Arjen Robben á væntanlega eftir valda usla á kantinum í sumar eins og hans er von og vísa.

Fyrirliði: Edwin van der Sar

Lykilmaður: Ruud van Nistelrooy

Gætu slegið í gegn: Dirk Kuyt og Ryan Babel

Leikmannahópurinn:
1 Edwin Van der Sar

2 Kew Jaliens

3 Khalid Boulahrouz

4 Joris Mathijsen

5 Giovanni Van Bronckhorst

6 Denny Landzaat

7 Dirk Kuijt

8 Phillip Cocu

9 Ruud van Nistelrooy

10 Rafael Van der Vaart

11 Arjen Robben

12 Jan Kromkamp

13 Andre Ooijer

14 Johnny Heitinga

15 Tim De Cler

16 Hedwiges Maduro

17 Robin Van Persie

18 Mark Van Bommel

19 Jan Vennegoor of Hesselink

20 Wesley Sneijder

21 Ryan Babel

22 Henk Timmer

23 Maarten Stekelenburg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×