Fótbolti

Ronaldo stefnir á gullskóinn á HM

Ronaldo er þekktur fyrir afburða knatttækni
Ronaldo er þekktur fyrir afburða knatttækni MYND/AFP

Ronaldo sem hefur skorað 12 mörk alls á HM fyrir Brasilíu vantar einungis þrjú mörk í viðbót til að slá met Gerd Müller sem er markahæsti leikmaður allra tíma í lokakeppni HM með 14 mörk.

Ronaldo segist vonast til að verða markakóngur en að hann verði ánægður þó að hann setji einungis 3 mörk og nái þar með metinu því að aðaltakmarkið hans fyrir HM í sumar er að stuðla að sigri Brasilíu, allt annað er bónus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×