Fótbolti

Leikmenn Angola fá 360.000 krónur fyrir markið á HM

Liðsmenn Angola fyrir leik þeirra við Togo í janúar 2006
Liðsmenn Angola fyrir leik þeirra við Togo í janúar 2006 MYND/AFP
Leikmenn Angola munu fá 5000 dollara, sem eru um 360.000 Íslenskar krónur, fyrir hvert mark sem þeir skora á HM. Það er Alþjóðabankinn í Angola sem stendur fyrir þessu, en bankinn mun einnig borga 5.000 dollara til besta leikmanns Angola eftir hvern leik. Angola liðið mun einnig fá 50.000 dollara fyrir hvern sigurleik á HM og 50.000 dollara ef þeir komast upp úr riðlinum sínum á HM. Angola leikur í D riðli á HM með Portúgal, Mexico og Iran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×