Fótbolti

Pólland

Pólverjar eru í A riðli með Þjóðverjum, Ekvadorum og Kosta Ríkamönnum. Pólverjar eru í 29. sæti styrkleikalista FIFA þrátt fyrir það má reikna með að þeir komist áfram upp úr riðlinum.

Eftir að hafa verið slegnir út í riðlakeppninni á síðasta heimsmeistaramóti setja Pólverjar stefnuna á að komast upp úr riðlinum. Þeir eru með engar stórstjörnur innanborðs en hafa samt náð góðum úrslitum.

Pawel Janas stýrir liðinu hann er nokkuð vinsæll í Póllandi. Janas er hljóðlátur og ekki mikið fyrir sviðsljósið.

Jerzy Dudek varamarkvörður Liverpool komst ekki í leikmannahópinn sem leikur á HM. "Dudek er mjög góður markvörður en hann hefur lítið leikið og það hefur komið sér vel fyrir hina markverðina," sagði Janas þegar hann tilkynnti hópinn.

Framherji Celtic Maciej Zurawski hefur leikið vel á Skotlandi í vetur og Pólverjar vonast til þess að hann sparki inn í mark andstæðinganna á HM í sumar.

Fyrirliði: Jacek Bak

Lykilmaður: Maciej Zurawski

Gæti slegið í gegn: Artur Boruc

Leikmannahópurinn:

1 Artur Boruc

2 Mariusz Jop

3 Seweryn Gancarczyk

4 Marcin Baszczynski

5 Kamil Kosowski

6 Jacek Bak

7 Radoslaw Sobolewski

8 Jacek Krzynowek

9 Maciej Zurawski

10 Miroslaw Szymkowiak

11 Grzegorz Rasiak

12 Tomasz Kuszczak

13 Sebastian Mila

14 Michal Zewlakow

15 Ebi Smolarek

16 Arek Radomski

17 Dariusz Dudka

18 Mariusz Lewandowski

19 Damian Gorawski (út - meiddur)

20 Piotr Giza

21 Ireneusz Jelen

22 Lukasz Fabianski

23 Pawel Brozek

19 Bartosz Bosacki (inn)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×