Fótbolti

Trínidad og Tóbagó

Trínidad og Tóbagómenn eru í B riðli með Svíum, Paragvæum og Englendingum. Það eru allar líkur á því að draumurinn um að komast áfram í keppninni endi snemma. Þeir eru í 47. sæti á styrkleikalista FIFA.

Trínidad og Tóbagómenn leika nú í sinni fyrstu lokakeppni. Þeir mega vera ansi ánægðir ef þeim tekst að lands sigri og þeir halda þjóðhátíð ef þeir fara upp úr riðlinum.

Það var ekki síst fyrir reynslu hins gamalgróna hollenska þjálfara Leo Beenhakker sem þetta lið komst á HM. Þegar hann tók við í undankeppninni var ekkert sem benti til þess að þeir yrðu með.

Það er einn leikmaður í liðinu sem má segja að sé stjarna. Það er reyndar komið nokkuð síðan hún skein sem skærast með Manchester United. Þetta er að sjálfsögðu Dwight Yorke sem er orðinn 33 ára gamall. Hann er ennþá nokkuð lunkinn eins og við íslendingar komust í raun um í vináttuleik þjóðanna á dögunum.

Fyrirliði: Dwight Yorke

Lykilmaður: Dwight Yorke

Gæti slegið í gegn: Stern John

Leikmannahópurinn:
1 Shaka Hislop

2 Ian Cox

3 Avery John

4 Marvin Andrews

5 Brent Sancho

6 Dennis Lawrence

7 Christopher Birchall

8 Cyd Gray

9 Aurtis Whitley

10 Russell Latapy

11 Carlos Edwards

12 Collin Samuel

13 Cornell Glenn

14 Stern John

15 Kenwyne Jones

16 Silvio Spann

17 Atiba Charles

18 Densill Theobold

19 Dwight Yorke

20 Jason Scotland

21 Kelvin Jack

22 Clayton Ince

23 Anthony Wolfe



Fleiri fréttir

Sjá meira


×