Fótbolti

Mexíkó

Mexíkóar eru í D riðli með Portúgölum, Angólamönnum og Írönum. Þrátt fyrir að vera í 4 sæti styrkleikalista FIFA verður annað sætið í þessum riðli að teljast raunhæft markmið fyrir Mexíkó.

Mexíkóar hafa aldrei komist í fjögurra liða úrslit á HM og eina skiptið sem þeir komust í átta liða úrslit var í Mexíkó. Þannig að vonir Mexíkóa um að vinna mótið eru kannski ekki miklar. Þeir reikna þó með að komast upp úr riðlakeppninni.

Argentínumaðurinn Ricardo La Volpe er þjálfari liðsins og þeir hafa einungis tvisvar beðið ósigurs síðan hann tók við í október árið 2003.

Það vakti óánægju margra þegar La Volpe tilkynnti það að markamaskínan Cuauhtemoc Blanco yrði ekki með á HM. Tengdasonur Volpe Rafael Garcia er að sjálfsögðu í hópnum.

Rafael Marquez hjá Barcelona er hugsanlega eini heimsklassa leikmaðurinn í liðinu. Markvörðurinn Oswaldo Sanchez er einnig mjög góður. Verra er að þeir þurfa að treysta á framherja Bolton Jared Borgetti, sem lítið hefur leikið, til að skora mörkinn.

Fyrirliði: Rafael Marquez

Lykilmaður: Rafael Marquez

Gæti slegið í gegn: Oswaldo Sanchez

Leikmannahópurinn:
1 Oswaldo Sanchez

2 Claudio Suarez

3 Carlos Salcido

4 Rafael Marquez

5 Ricardo Osorio

6 Gerardo Torrado

7 Antonio Naelson

8 Pavel Pardo

9 Jared Borgetti

10 Guillermo Franco

11 Ramon Morales

12 Jose de Jesus Corona

13 Guillermo Ochoa

14 Gonzalo Pineda

15 Jose Antonio Castro

16 Mario Mendez

17 Francisco Fonseca

18 Andres Guardado

19 Omar Bravo

20 Rafael Garcia

21 Jesus Arellano

22 Francisco Rodriguez

23 Luis Perez



Fleiri fréttir

Sjá meira


×