Fótbolti

Anelka er ósáttur við að vera ekki í franska hópnum

Anelka hefur yfirleitt ekki legið á skoðunum sínum
Anelka hefur yfirleitt ekki legið á skoðunum sínum

Nicolas Anelka, hinn 27 ára gamli leikmaður Fenerbache óánægður með að fá ekki að vera með á HM og gat ekki stillt sig um að lýsa gremju sinni yfir ákvörðun Domenech lansliðsþjálfara Frakklands.

Anelka er greinilega í fýlu og segist ekki einu sinni ætla að horfa á HM. Anelka segist hafa átt sæti í hópnum skilið en að Domenech hafi ekki valið hann þrátt fyrir fótboltahæfileika hans.

Anelka sem varð evrópumeistari með Frökkum á EM árið 2000 er því enn einu sinni í ónáðinni hjá landsliðinu alveg eins og hann var þegar Jacques Santini stjórnaði liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×