Fótbolti

Úkraína

Úkraínumenn eru í H riðli með Spánverjum, Túnisum og Sádí- Aröbum. Þeir voru heppnir þegar dregið var í riðla og geta virkilega vænst þess að komast upp úr þessum riðli. Úkraína er í 45. sæti styrkleikalista FIFA.

Úkraínumenn fóru auðveldlega í gegnum undankeppnina og voru fyrsta Evrópuliðið til þess að tryggja sér farseðil á HM. Áhangendur liðsins gera miklar væntingar til þess og þjálfarinn hefur sagt að þeir geti komist í undanúrslit.

Þjálfarinn er Oleg Blokhin hann lék á sínum tíma 109 leiki fyrir landslið Sovétríkjanna. Hann var valinn knattspyrnumaður Evrópu árið 1975.

Í Úkraínska hópnum eru átta leikmenn frá Dynamo Kiev, fimm frá Shakhtar Donetsk, fjórir frá Dnipro Dniproptrovsk og fjórir sem leika utan Úkraínu.

Knattspyrnumaður Evrópu árið 2004 Andriy Shevchenko er skærasta stjarna Úkraínumanna. Hann er leikmaður sem getur haldið liðinu á floti í keppninni ef hann spilar þ.e.a.s. því hann hefur átt við hnémeiðsli að stríða nú undanfarið.

Fyrirliði: Andriy Shevchenko

Lykilmaður: Andriy Shevchenko

Gæti slegið í gegn: Ruslan Rotan

 

 



Leikmannahópur:
1 Olexandr Shovkovskyi

2 Andriy Nesmachniy

3 Sergiy Fedorov

4 Anatoliy Tymoschuk

5 Volodymyr Yezerskyi

6 Andriy Rusol

7 Andriy Shevchenko

8 Oleg Shelayev

9 Oleg Gusev

10 Andrij Voronin

11 Serhiy Rebrov

12 Andrei Pyatov

13 Dmytro Chigrynskiy

14 Andriy Gusin

15 Artem Milevskyi

16 Andriy Vorobey

17 Vladislav Vashchuk

18 Serhiy Nazarenko

19 Maxim Kalinichenko

20 Oleksiy Byelik

21 Ruslan Rotan

22 Viacheslav Sviderskiy

23 Bohdan Shust




Fleiri fréttir

Sjá meira


×