Fótbolti

Scolari vill nýjan samning hjá Portugal

Luiz Felipe Scolari vonast til þess að honum verði boðinn nýr samningur hjá portúgalska knattspyrnusambandinu eftir að hann neitaði að taka við landsliði Englendinga nú á dögunum.

Forseti portúgalska knattspyrnusambandsins, Gilberto Madail, sagði að það væri í höndum Scolari að ákveða hvort hann væri reiðubúinn til að stýra liðinu á næsta stórmóti.

Líklegt þykir að Scolari klári HM í sumar og svo verði ákvörðun tekin með framhaldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×