Fótbolti

Luke Young dregur sig úr varahópi Englendinga fyrir HM

Luke Young í baráttu við Hernan Crespo leikmann Argentínu
Luke Young í baráttu við Hernan Crespo leikmann Argentínu

 

Hægri bakvörður Charlton, Luke Young, hefur dregið sig úr varahópi Englendinga fyrir HM vegna ökklameiðsla. Young var með enska hópnum við æfingar í Portúgal en hann fann fyrir óþægindum og eimslum í ökklanum á æfingu á föstudaginn.

Hann ákvað að draga sig úr hópnum eftir að hafa ráðfært sig við Sven Göran Erikson landsliðsþjálfara Englands. Erikson hefur ekki ákveðið hvort hann muni kalla á annan leikmann í stað Young eða ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×