Fótbolti

Frakkland

Frakkar eru í G riðli með Svisslendingum, Suður Kóreumönnum og Tógóbúum. Þessi riðill ætti ekki að standa í Frökkunum en þeir eru í sjöunda sæti á styrkleikalista FIFA.

Frakkarnir mæta til leiks með blöndu af yngri leikmönnum og reyndari heimsmeisturum frá keppninni árið 1998. Þetta er síðasti séns fyrir gömlu snillingana til að gera eitthvað áður en þeir fara á eftirlaun.

Þjálfari liðsins er Raymond Domenech hann var þjálfari 21 árs liðs Frakka áður en hann tók við aðalliðinu. Hann á í smá vandræðum með að samræma þessar tvær kynslóðir knattspyrnumanna sem eru í liðinu.

Tveir leikmenn eru í HM hópnum sem aldrei hafa leikið fyrir þjóð sína áður það eru þeir Pascal Chimbonda leikmaður Wigan og Franck Ribery kantmaður Marseille. Ludovic Giuly, Robert Pires og Nikolas Anelka voru ekki valdir en þetta er í þriðja skipti sem gengið er framhjá Anelka fyrir HM.

Það er ekki nokkur spurning að Thierry Henry, sem nýlega ákvað að semja aftur við Arsenal, er sterkasti leikmaður Frakka. Ekki má gleyma gömlu meisturunum þeim Zidane, Makelele og Thuram sem vita vel hvað þarf til.

Fyrirliði: Zinedine Zidane

Lykilmaður: Thierry Henry

Gæti slegið í gegn: Luis Saha

Leikmannahópurinn:
1 Mickael Landreau

2 Jean Alain Boumsong

3 Eric Abidal

4 Patrick Vieira

5 William Gallas

6 Claude Makelele

7 Florent Malouda

8 Vikash Dhorasoo

9 Djibril Cisse

10 Zinedine Zidane

11 Sylvain Wiltord

12 Thierry Henry

13 Mikael Silvestre

14 Louis Saha

15 Lilian Thuram

16 Fabien Barthez

17 Gael Givet

18 Alou Diarra

19 Willy Sagnol

20 David Trezeguet

21 Pascal Chimbonda

22 Franck Ribery

23 Gregory Coupet




Fleiri fréttir

Sjá meira


×