Fótbolti

Eriksson óánægður með tímasetningu uppsagnar sinnar

Eriksson á vellinum ásamt kærustu sinni Nancy Dell'Olio
Eriksson á vellinum ásamt kærustu sinni Nancy Dell'Olio MYND/Reuters

Haft er eftir Sven-Goran Eriksson í enskum fjölmiðlum í dag að hann sé ósáttur við tímasetningu uppsagnar sinnar. Hann segir að knattspyrnusambandið hefði geta hagað málum öðru vísi og beðið með að tilkynna þetta opinberlega þar til eftir HM keppnina.

Eriksson átti enn tvö ár eftir af samningi sínum við sambandið þegar Brian Barwick hjá enska knattspyrnusambandinu tilkynnti honum uppsögn hans í janúar. Þrátt fyrir að þetta blasi við er Eriksson bjartsýnn og telur enska liðið hafa möguleika á að verða heimsmeistarar í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×