Fótbolti

Kosta Ríka

Kosta Ríkamenn eru í A riðli ásamt Þjóðverjum, Ekvador og Pólverjum. Þeir eru í 26. sæti styrkleikalista FIFA og vonast til þess að komast upp úr riðli sínum. Það gæti hins vegar reynst þeim erfitt.

Kosta Ríkamenn unnu stórsigur á þeirra fyrsta HM  á Ítalíu árið 1990 því þá komust þeir í 16 liða úrslit. Þeir vonast til að geta leikið þann leik eftir í Þýskalandi.

Það gekk allt á afturfótunum hjá liðinu þangað til að Alexandre Guimaraes var endurráðinn. Eftir það fór að ganga betur og liðið tryggði sér farseðil á HM. Guimaraes lék með draumaliði þeirra árið 1990.

Roy Miller missti sæti sitt í liðinu þegar það var tilkynnt. „Við höfum valið þennan hóp með tilliti til leikaðferða andstæðinga okkar,“ sagði Guimaraes þegar leikmannahópurinn var kynntur.

Fyrrum leikmaður Derby og Manchester City Paulo Wanchope hefur skorað 43 mörk í 67 landsleikjum. Hann verður potturinn og pannan í sóknarleiknum.

Fyrirliði: Jafet Soto

Lykilmaður: Paulo Wanchope

Gæti slegið í gegn: Gilberto Martines



 

Leikmannahópurinn:
1 Alvaro Mesen

2 Jervis Drummond

3 Luis Marin

4 Michael Umana

5 Gilberto Martinez

6 Danny Fonseca

7 Cristian Bolanos

8 Mauricio Solis

9 Paulo Wanchope

10 Walter Centeno

11 Ronald Gomez

12 Leonardo Gonzalez

13 Kurt Bernard

14 Randall Azofeifa

15 Harold Wallace

16 Carlos Hernandez

17 Gabriel Badilla

18 Jose Porras

19 Alvaro Saborio

20 Douglas Sequeira

21 Victor Nunez

22 Michael Rodriguez

23 Wardy Alfaro



Fleiri fréttir

Sjá meira


×