Fótbolti

Ballack ætlar að enda ferilinn hjá Chelsea

Ballack við undirskrift samningsins á Stamford Bridge.
Ballack við undirskrift samningsins á Stamford Bridge. MYND/AP

Ballack sem skrifaði undir 3 ára samning við Chelsea í vikunni og er sagður hafa 130.000 pund í vikulaun gaf það út að hann ætli sér að enda ferilinn á Stamford Bridge.

Ballack kom frá Bayern Munchen á frjálsri sölu eftir að samningurinn hans rann út og kostaði því Chelsea ekki krónu. Miðað við hinn 130.000 punda vikulaun er ekki skrýtið að hann vilji vera hjá Chelsea eins lengi og hann getur. Hann er 29 ára og því er ekki ólíklegt að Chelsea muni verða seinasta liðið sem hann leikur með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×