Fótbolti

Meiðslalisti Þjóðverja minnkar

Sebastian Kehl  á æfingu með þýska landsliðinu
Sebastian Kehl á æfingu með þýska landsliðinu

Meiðslavandamál Þjóðverja minnkuðu örlítið í dag er Lukas Podolski og Sebastian Kehl, mættu til æfinga í æfingarbúðum þeirra í Sviss. Podolski hefur átt við meiðsl í baki, meðan að Kehl hefur verið meiddur á ökkla.

Tveir leikmenn Þýska landsliðsins eru enn á meiðslalista þeir Christoph Metzelder og Philipp Lahm. Búist er við því að Metzelder geti hafið æfingar af fullum krafti á miðvikudag en Lahm þurfti að fara í uppskurð og láta laga liðband í olnboga. Gestgjafar keppninnar hefja leik þann 9. júní er þeir taka á móti Costa Rica.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×