Fótbolti

Þýskaland

Þjóðverjar eru í A riðli með Pólverjum, Ekvadorum og Kosta Ríkamönnum. Þeir eru sigurstranglegasta liðið í riðlinum og fara eflaust næsta auðveldlega upp úr honum. Pólverjar gætu þó strítt þeim.

Aldrei má afskrifa þýska stálið eins og síðasta heimsmeistarakeppni leiddi í ljós. Þeir eru nú á heimavelli og þrá ekkert heitar en að fagna titlinum þann 9. júlí á Ólympíuleikvanginum í Berlín.

Jurgen Klinsmann fyrrum leikmaður Tottenham er þjálfari liðsins. Hann hefur mikla reynslu og var einn af bestu framherjum heims. Nú er spurning hvort honum takist að miðla reynslu sinni til leikmanna og stýra þeim til sigurs í mótinu.

Klinsmann valdi ekki sóknarmann Stuttgard Kevin Kurani í leikmannahópinn sem er reyndur landsliðsmaður. Hinn ungi og óreyndi miðvallarleikmaður Dortmund David Odonkor fékk hins vegar náð fyrir augum þjálfarans. Þessi ákvörðun Klinsmanns hefur vakið nokkra furðu.

Michael Ballack, nýjasta viðbótin í stjörnuher Chelsea, er mikilvægasti leikmaður liðsins og gengi þess kemur til með að velta á leikformi Ballacks. Einnig hefur Miroslav Klose leikið mjög vel með Werder Bremen í vetur og verið iðinn við kolann í markaskorun fyrir landsliðið. Klose var nýlega valinn leikmaður ársins í Þýsku Bundesligunni.

Fyrirliði: Michael Ballack

Lykilmaður: Michael Ballack

Gæti slegið í gegn: David Odonkor

Leikmannahópurinn:
1 Jens Lehmann

2 Marcell Jansen

3 Arne Friedrich

4 Robert Huth

5 Sebastian Kehl

6 Jens Nowotny

7 Bastian Schweinsteiger

8 Torsten Frings

9 Mike Hanke

10 Oliver Neuville

11 Miroslav Klose

12 Oliver Kahn

13 Michael Ballack

14 Gerald Asamoah

15 Thomas Hitzlsperger

16 Philip Lahm

17 Per Mertesacker

18 Tim Borowski

19 Bernd Schneider

20 Lukas Podolski

21 Christoph Metzelder

22 David Odonkor

23 Timo Hildebrand




Fleiri fréttir

Sjá meira


×