Fótbolti

Steven Gerrard gæti leikið sem framherji á HM

Landsliðseinvaldur Englands Sven-Goran Eriksson hefur enn ekki fundiðlausn á framherjavandræðum sínum. Með bæði Wayne Rooney og Michael Owen meidda gæti farið svo að Steven Gerrard leiki sem framherji.

Eriksson segir að Gerrard geti leikið í mögum stöðum og ein af þeim er afturliggjandi framherji. Gerrard gerði 23 mörk fyrir Liverpool í vetur en þetta veltur mikið á meiðslum Rooney.

Erkisson segir að þann 25. maí komi í ljós hvernig ristarbrot Wayne Rooney grær og þá taki hann ákvörðun hver leiki frammi. Óskaparið er Wayne Rooney og Michael Owen, en Steven Gerrard með Owen er einnig möguleiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×