Fótbolti

Paragvæ

Paragvæar eru í B riðli með Svíum, Englendingum og Trínidad og Tóbagómönnum. Þetta verður strembinn riðill fyrir Paragvæa en þeir gætu komið á óvart. Þeir eru í 33. sæti á styrkleikalista FIFA.

Paragvæar halda því fram að þeir séu nú með sterkara lið heldur en í lokakeppnunum árin 1998 og 2002. Þeir vilja meina að sóknarleikurinn sé orðinn beittari og að þeir eigi eftir að skapa sér fleiri marktækifæri nú en áður.

Úrúgvæinn Anibal "Mano" Ruiz er knattspyrnustjóri Paragvæa hann hefur þjálfað víða um Suður Ameríku. Hann tók við liðinu strax eftir HM 2002.

Mano valdi reynslumikið lið en þó eru líka ungir og efnilegir leikmenn með. "Það eru nokkrir ungir leikmenn með, þeir læra af reynslu þeirra sem eldri eru," sagði hann við valið á hópnum.

Roque Santa Cruz leikmaður Bayern Munich hefur leikið með landsliðinu í fimm ár en er samt aðeins 22 ára. Hann er þeirra beittasti sóknarmaður. Einnig á Haedo Valdez leikmaður Werder Bremen eftir að vera grimmur upp við mark andstæðinganna.

Fyrirliði: Carlos Gamarra

Lykilmaður: Roque Santa Cruz

Gæti slegið í gegn: Haedo Valdez

Leikmannahópurinn:
1 Justo Villar

2 Jorge Nunez

3 Delio Toledo

4 Carlos Gamarra

5 Julio Cesar Caceres

6 Carlos Bonet

7 Salvador Cabanas

8 Edgar Barreto

9 Roque Santa Cruz

10 Roberto Acuna

11 Diego Gavilan

12 Derlis Gomez

13 Carlos Paredes

14 Paulo Da Silva

15 Julio Manzur

16 Christian Riveros

17 Jose Montiel

18 Nelson Valdez

19 Julio Dos Santos

20 Jose Cardozo

21 Denis Caniza

22 Aldo Bobadilla

23 Nelson Cuevas



Fleiri fréttir

Sjá meira


×