Fleiri fréttir

Kanadamenn æfir vegna selveiðibanns ESB

Kanadamenn munu gera athugasemdir við selveiðibann Evrópusambandsins frammi fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni WTO að því er haft er eftir milliríkjaviðskiptaráðherra landsins.

Clinton er dóni að mati Norður-Kóreumanna

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvetur Norður-Kóreumenn til að snúa aftur að samningaborðinu og halda áfram viðræðum um kjarnorkumál.

Réðust inn í íbúð með ofbeldi og táragasi

Lögregla á Sjálandi hefur handtekið rúmlega tvítugan mann sem grunaður er um að hafa, í félagi við annan, ráðist inn á heimili í Greve í gær og beitt þar táragasi til að yfirbuga húsráðanda.

Minnkun jökla sést vel úr geimstöðinni

Minnkun jökla og annarra ísi lagðra svæða á jörðinni sést greinilega frá Alþjóðlegu geimstöðinni. Kanadíski geimfarinn Bob Thirsk, sem þar dvelur, sagði á blaðamannafundi, sem fór fram með aðstoð fjarskipta í gær, að hann sæi greinilegan mun á jöklunum frá því að hann dvaldi síðast í geimstöðinni fyrir 12 árum.

Palin lét af embætti í gær

Sarah Palin, ríkisstjóri Alaska og varaforsetaframbjóðandi Repúblikana fyrir síðustu forsetakosningar, lét af embætti sínu í gær og hefur Sean Parnell vararíkisstjóri nú tekið sæti hennar.

Kjör breskra ellilífeyrisþega með þeim verstu

Næstum því þriðjungur breskra ellilífeyrisþega býr við kjör sem teljast undir fátæktarmörkum og er ástandið þar mun verra en það sem að meðaltali telst eðlilegt innan Evrópusambandsins.

Sarkozy fluttur á sjúkrahús

Nicholas Sarkozy, Frakklandsforseti hefur verið fluttur á spítala eftir að hann veiktist skyndilega í dag. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum var forsetinn að skokka hjá st frá París þegar hann fann fyrst fyrir vanlíðan. Hann var umsvifalaust sendur til læknis í skoðun og í kjölfarið var ákveðið að senda hann með þyrlu til Val de Grace hersjúkrahúsið.

Sex létust í eldsvoða í Stokkhólmi

Að minnsta kosti sex létust í eldsvoða sem braust út í íbúðarblokk í Rinkeby í vesturhluta Stokkhólms í nótt. Fimm þeirra sem létust voru börn og ungmenni.

Útlendingar fá ekki að gefa blóð

Útlendingar sem búsettir eru í Danmörku þurfa að hafa náð fullkomnu valdi á dönsku til þess að mega gefa blóð, samkvæmt nýjum reglum. Reglurnar hindra þar með þúsund borgara í að gefa blóð, segir danska blaðið Politiken.

Snéri aftur heim til Hondúras í morgun

Manuel Zelaya, forseti Hondúras, snéri aftur til heimalands síns í morgun aðeins mánuði eftir að hann var hrakinn frá völdum. Um táknrænan atburð var að ræða og sneri Zelaya aftur yfir landamærin til Níkaragúa stuttu síðar.

Börn á leikskólaaldri skutu systkini sín

Tvö börn á leikskólaaldri skutu og særðu önnur börn í tveimur tilvikum í Bandaríkjunum. Þriggja ára drengur skaut fjögurra ára gamlan bróður sinn í Gray Court í Suður Karólínu, með 22 kalíbera skammbyssu á fimmtudag. Í morgun skaut svo fjögurra ára drengur tveggja ára systur sína.

Afvopnunarviðræður halda áfram í lok næsta mánaðar

Afvopnunarviðræðum Rússa og Bandaríkjamanna verður framhaldið í lok næsta mánaðar en sendinefndir ríkjanna funduðu í Genf í Sviss nú í vikunni. START samkomulagið frá árinu 1991 sem kveður á um fækkun kjarnorkuvopna rennur út í lok þess árs. Bæði ríkin hafa lýst yfir vilja til að endurnýja samkomulagið til tíu ára.

1700 ungmenni rekin úr tjaldbúðum í Noregi vegna svínaflensu

Heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa kveðið 1700 ungmenni á brott frá tjaldbúðum í Vestur Noregi eftir að 15 ára gömul stúlka greindist með svínaflensu. Ungmennin voru samankomin á svæðinu til að taka þátt í alþjóðlegri útihátíð. Alls hafa nú 37 svínainflúensu tilfelli verið staðfest á svæðinu og er nú óttast að mun fleiri séu smitaðir.

Faraldurinn á byrjunarreit

Líklegt þykir að yfir hundrað þúsund manns hafi smitast af svínaflensu í Bretlandi og hefur smituðum fjölgað um helming nú í vikunni. Í Bandaríkjunum er talið að fjöldi þeirra sem hafa smitast sé kominn yfir milljón.

Seselj dæmdur fyrir óvirðingu

Vojislav Seselj, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Serbíu, var í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi af stríðsglæpadómstól í Haag fyrir að hafa sýnt réttinum óvirðingu.

Fárviðri kostaði tíu manns lífið

Mikið óveður í Evrópulöndum síðustu daga varð sjö manns að bana í Póllandi, tveimur í Tékklandi og einum í Þýskalandi. Í Póllandi urðu dauðsföllin á fimmtudagskvöld þegar mikið hvassviðri reið yfir. Einna verst varð ástandið í kringum borgina Wroclaw í suðaustanverðu

Einn öflugasti sjónauki heims

Einn öflugasti sjónauki heims hefur verið tekinn í notkun á Kanaríeyjum. Jóhann Karl Spánarkonungur vígði hann. Sjónaukinn stendur efst á útkulnuðu eldfjalli og verður notaður til að kanna dauft ljós frá fjarlægum hlutum alheimsins.

ESB vill Íslendinga á undan Balkanskagaríkjunum

Mælt verður með því að Ísland fari fram fyrir Balkanskagalöndin í röð umsækjenda um aðild að Evrópusambandinu þegar utanríkisráðherrafundur sambandsins mun fjalla um umsókn Íslendinga í næstu viku.

Mannskætt aftakaveður í Mið-Evrópu

Aftakaveður geisaði í Mið-Evrópu í nótt, einkum Póllandi, Þýskalandi og Tékklandi. Átta manns týndu lífi í Póllandi en þar voru þúsundir björgunarmanna við störf næturlangt.

Vinna við geimstöðina á áætlun

Leiðangur geimferjunnar Endeavour gengur að óskum. Áhöfnin hefur nú flutt þrjár birgðasendingar úr skutlunni yfir í japönsku rannsóknarstofuna Kibo sem fest var við Alþjóðlegu geimstöðina í fyrrasumar.

Hald lagt á 30 kíló af khat

Lögreglan á Fjóni lagði í gærkvöldi hald á 30 kíló af jurtinni khat í bíl sem ekið var eftir Stórabeltisbrúnni en hún brúar sundið milli Sjálands og Fjóns.

Japanar liggja í ímyndarráðgjöf fyrir kosningar

Undirbúningur þingkosninganna í Japan einkennist af því að frambjóðendur keppast við að ráða sér almannatengslaráðgjafa, sem semja fyrir þá vígorð og ráðleggja þeim um hvernig megi temja sér persónulegri og hlýlegri framkomu, eitthvað sem japanskur almenningur kannast almennt lítið við í fasi stjórnmálamanna sinna.

Segir hervald tilgangslaust

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, ráðleggur Georgíustjórn eindregið að reyna ekki að fara með hervaldi gegn Rússum til að endurheimta héruðin Suður-Ossetíu og Abkasíu.

Mágur Mousavis handtekinn

Shahpour Kazemi, mágur stjórnarandstöðuleiðtogans Mir Hossein Mousavi, hefur verið handtekinn í Íran. Zahra Rahnavard, sem er eiginkona Mousavis og systir Kazemis, skýrði frá þessu í gær.

Ekkert tilboð barst í Watergate hótelið í Washington

Ekkert tilboð fékkst í hið sögufræga Watergate hótel í Washington þegar reynt var að selja það á uppboði. Innbrot í hótelið varð til þess að Richard Nixon neyddist til að láta af embætti forseta Bandaríkjanna á sínum tíma.

Ungverjaland styður ESB umsókn Íslendinga

Ungverjaland styður aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu en telur að samningaviðræðurnar eigi að fylgja eðlilegu ferli sagði Gabor Ivan, hátt settur yfirmaður í ungverska utanríkisráðuneytinu, við vefinn MTI í dag.

Clinton vill enga miskunn í garð Norður-Kóreu

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvetur stjórnvöld ríkja í Suðaustur-Asíu til að sýna Norður-Kóreumönnum enga linkind og halda áfram við að fá þá ofan af kjarnorkuáætlun sinni.

Telja nýjan landlækni allt of feitan

Regina Benjamin, nýr landlæknir Bandaríkjanna, þykir allt of feit til að gegna svo hárri stöðu innan heilbrigðiskerfisins og hefur skömmunum rignt yfir hana, mestmegnis frá öðrum læknum.

Týndi síma og fyrirfór sér

Verkfræðingi hjá kínverskum framleiðanda iPhone-síma varð svo mikið um þegar ný frumgerð símans týndist að hann stökk fram af tólftu hæð á vinnustað sínum.

Sonur bin Ladens líklega fallinn

Líklegt þykir að Sa'ad, sonur Osama bin Laden, hafi látið lífið í árás ómannaðrar orrustuflugvélar í Pakistan snemma á þessu ári.

Hjó höfuð af blaðamanni

Úkraínski hershöfðinginn Alexei Pukach hefur verið tekinn höndum vegna gruns um að hann hafi rænt umdeildum blaðamanni fyrir níu árum og höggvið af honum höfuðið.

Breskt herskip tók 750 kíló af kókaíni

Herskip á vegum konunglega sjóhersins breska stöðvaði smyglskip undan strönd Suður-Ameríku í byrjun vikunnar og lagði áhöfnin hald á um 750 kíló af kókaíni, sem að öllum líkindum var á leið til Bandaríkjanna.

Sjá næstu 50 fréttir