Erlent

Hald lagt á 30 kíló af khat

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Khat.
Khat.

Lögreglan á Fjóni lagði í gærkvöldi hald á 30 kíló af jurtinni khat í bíl sem ekið var eftir Stórabeltisbrúnni en hún brúar sundið milli Sjálands og Fjóns. Maður um þrítugt ók bílnum og var hann handtekinn. Khat er eins konar runni eða lággróður sem á að líkindum rætur sínar að rekja til Eþíópíu en vex nú víða í Austur-Afríku. Þegar jurtin er tuggin hefur hún verkun sem er ekki óskyld amfetamíni. Khat hefur verið á fíkniefnalista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar frá 1980 og er ólöglegt í mörgum löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×