Erlent

Útlendingar fá ekki að gefa blóð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Blóðgjöf er lífgjöf.
Blóðgjöf er lífgjöf.
Útlendingar sem búsettir eru í Danmörku þurfa að hafa náð fullkomnu valdi á dönsku til þess að mega gefa blóð, samkvæmt nýjum reglum. Reglurnar hindra þar með þúsund borgara í að gefa blóð, segir danska blaðið Politiken.

Þrátt fyrir þetta hefur blóðgjöfum fækkað um 10 þúsund manns frá árinu 2002. Og nú um mundir lýsa danskir blóðbankar eftir nýjum gjöfum undir því yfirskyni að blóðgjöf sé „lítil stunga í handlegginn fyrir blóðgjafa sem geti skilið milli lífs og dauða hjá blóðþega".

Ástæðan er sú að þegar fólk gefur blóð fer það í viðtöl sem fara fram á dönsku. Ekki er heimilt að hafa túlk með í viðtölin vegna þess hve persónulegs eðlis þau eru. Þau snúast meðal annars um kynhegðun folks. Þá er fræðslubæklingur um blóðgjöf gefinn út á dönsku.

„Það er gjörsamlega galið að hindra alla þá sem tala ekki reiprennandi dönsku í að gefa blóð," segir Preben Rudiengaard, þingmaður Venstre, sem á sæti í heilbrigðisnefnd þingsins. Hann segir það einfaldlega vera nauðsynlegt að þýða viðtölin og bæklinginn yfir á ensku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×