Erlent

Ungverjaland styður ESB umsókn Íslendinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ungverjaland styður aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu en telur að samningaviðræðurnar eigi að fylgja eðlilegu ferli sagði Gabor Ivan, hátt settur yfirmaður í ungverska utanríkisráðuneytinu, við vefinn MTI í dag.

„Við gleðjumst yfir því að Ísland hafi skilað inn umsókn. Við teljum að Ísland sé hluti af Evrópufjölskyldunni og höfum engar efasemdir um stöðu þess hér. Á sama tíma ætti enginn ESB umsækjandi að fá sérmeðferð," sagði Gabor Ivan. Tímaröðin ætti að vera sú sama fyrir Ísland og Vestur-Balkanlöndin, þar á meðal Króatíu," sagði hann.

Ivan sagði að á Íslandi væri stöðugt lýðræði og þróað markaðshagkerfi og það væri líklegur grundvöllur fyrir því að landið fengi inngöngu í ESB.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×