Erlent

Bresk stjórnvöld gagnrýnd vegna svínaflensunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Andy Burnham heilbrigðisráðherra á von á gagnrýni. Mynd/ AFP.
Andy Burnham heilbrigðisráðherra á von á gagnrýni. Mynd/ AFP.
Nefnd á vegum breska þingsins gagnrýnir stjórnvöld þar í landi harðlega fyrir viðbrögð við svínaflensunni í skýrslu sem kemur út í vikunni. Ráðherrar í ríkisstjórninni eru gagnrýndir fyrir seinkun sem hefur orðið á að setja á fót hjálparsíma í tengslum við flensuna. Einnig eru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að gefa misvísandi skilaboð til hópa sem eru taldir næmir fyrir flensunni og heilbrigðisstarfsfólks.

Skýrslan verður birt þegar hátt settir læknar munu funda með Andy Burnham heilbrigðisráðherra, en tilgangur fundarins er að hvetja Burnham til að fella niður reglur um hámarksvinnutíma lækna sem eiga að taka gildi næstkomandi laugardag.

Vefútgáfa The Telegraph greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×