Erlent

Telja nýjan landlækni allt of feitan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Regina Benjamin við embættisveitinguna. Margir læknar telja vöxt hennar í frjálslegri kantinum fyrir embætti landlæknis.
Regina Benjamin við embættisveitinguna. Margir læknar telja vöxt hennar í frjálslegri kantinum fyrir embætti landlæknis. MYND/CNN

Regina Benjamin, nýr landlæknir Bandaríkjanna, þykir allt of feit til að gegna svo hárri stöðu innan heilbrigðiskerfisins og hefur skömmunum rignt yfir hana, mestmegnis frá öðrum læknum. Eftir að Barack Obama tilkynnti um embættisveitinguna í síðustu viku fór tölvupóstur að streyma til Hvíta hússins og var ekki allur á léttu nótunum. Helstu rök gagnrýnenda eru þau að landlækni sé ætlað að hvetja Bandaríkjamenn til heilbrigðra lifnaðarhátta og því hljóti það að vekja spurningar þegar þessi embættismaður er sjálfur allt of þungur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×