Erlent

Vinna við geimstöðina á áætlun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Alþjóðlega geimstöðin.
Alþjóðlega geimstöðin. MYND/NASA

Leiðangur geimferjunnar Endeavour gengur að óskum. Áhöfnin hefur nú flutt þrjár birgðasendingar úr skutlunni yfir í japönsku rannsóknarstofuna Kibo sem fest var við Alþjóðlegu geimstöðina í fyrrasumar. Einn fulltrúi japönsku geimferðastofnunarinnar er um borð í Endeavour, geimfarinn Koichi Wakata, og vinnur hann ásamt öðrum í áhöfninni að því að koma ýmsum búnaði fyrir í Kibo en orðið táknar von á japönsku. Leiðangurinn er nú á áttunda degi af 16.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×