Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Agnar Már Másson skrifar 13. ágúst 2025 16:13 Héraðsdómur Reykjavíkur Til stendur að vísa manni úr landi í dag sem grunaður er um heimilisofbeldi og hefur hlotið þrjá refsidóma á Íslandi. Maðurinn dvaldi hér á landi í trássi við lög og var handtekinn í byrjun mánaðar eftir að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína og brotið síma hennar, að sögn lögreglu. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdómi Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti í dag yfir manninum, sem hefur að sögn lögreglu dvalið ólöglega á Íslandi og er grunaður um ofbeldisbrot gegn fyrrverandi maka en einnig er hann grunaður um eignaspjöll á síma hennar og fleiri brot. Þjóðerni og aldur mannsins eru ekki gefin upp í dómnum. Flutningur hans úr landi var samkvæmt dómnum fyrirhugaður í gær eða í dag, 13. ágúst 2025, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort manninum hafi verið vísað úr landi. Blaðamaður leitaði til fulltrúa ríkislögreglustjóra en fékk þau svör að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál. Dóttirin fylgdist með Í greinargerð lögreglu segir að lögregla hafi verið kölluð út að heimili í Reykjavík í byrjun ágúst þar sem fyrrverandi kærasta hans tók á móti lögreglu er hún stóð ásamt dóttur sinni á götuhorni. Þar mun hún hafa lýst því hvernig maðurinn hafi komið óvænt til þeirra mæðgna og rifið í hár konunnar, sparkað í hana, tekið af henni símann og kastað honum í gólfið. Dætur hennar urðu vitni að þessu, hefur lögregla eftir konunni sem mun hafa tjáð lögregluþjónum að maðurinn hefði komið á stórum, svörtum bíl sem hann héldi til með bróður sínum. Þær mæðgur voru nánast ótalandi á ensku og fór samtal lögreglu í gegnum þýðingaforrit í farsíma, að sögn lögreglu. Ekki hafi verið neinir sjáanlegir áverkar á konunni og taldi hún sig ekki þurfa að fara í læknisskoðun. Staðfesta varðhald Lögregla handtók manninn heima hjá honum seinna um nóttina og var hann fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Maðurinn skráði dvöl sína á Íslandi 31. mars 2021 en hann var skráður úr landi þann 1. júní 2021 og hefur ekki sinnt tilkynningaskyldu að sögn lögreglu. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa þegar staðfest brottvísun mannsins og þriggja ára endurkomubann yfir honum. Landsréttur staðfesti varðhald yfir honum sem á að renna út á morgun en samkvæmt ákvörðunum yfirvalda ætti hann að vera farinn af landi brott þá. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritsjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Landsréttur dæmdi í málinu á dögunum.Vísir/Egill Reykjavík Heimilisofbeldi Dómsmál Innflytjendamál Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdómi Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti í dag yfir manninum, sem hefur að sögn lögreglu dvalið ólöglega á Íslandi og er grunaður um ofbeldisbrot gegn fyrrverandi maka en einnig er hann grunaður um eignaspjöll á síma hennar og fleiri brot. Þjóðerni og aldur mannsins eru ekki gefin upp í dómnum. Flutningur hans úr landi var samkvæmt dómnum fyrirhugaður í gær eða í dag, 13. ágúst 2025, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort manninum hafi verið vísað úr landi. Blaðamaður leitaði til fulltrúa ríkislögreglustjóra en fékk þau svör að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál. Dóttirin fylgdist með Í greinargerð lögreglu segir að lögregla hafi verið kölluð út að heimili í Reykjavík í byrjun ágúst þar sem fyrrverandi kærasta hans tók á móti lögreglu er hún stóð ásamt dóttur sinni á götuhorni. Þar mun hún hafa lýst því hvernig maðurinn hafi komið óvænt til þeirra mæðgna og rifið í hár konunnar, sparkað í hana, tekið af henni símann og kastað honum í gólfið. Dætur hennar urðu vitni að þessu, hefur lögregla eftir konunni sem mun hafa tjáð lögregluþjónum að maðurinn hefði komið á stórum, svörtum bíl sem hann héldi til með bróður sínum. Þær mæðgur voru nánast ótalandi á ensku og fór samtal lögreglu í gegnum þýðingaforrit í farsíma, að sögn lögreglu. Ekki hafi verið neinir sjáanlegir áverkar á konunni og taldi hún sig ekki þurfa að fara í læknisskoðun. Staðfesta varðhald Lögregla handtók manninn heima hjá honum seinna um nóttina og var hann fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Maðurinn skráði dvöl sína á Íslandi 31. mars 2021 en hann var skráður úr landi þann 1. júní 2021 og hefur ekki sinnt tilkynningaskyldu að sögn lögreglu. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa þegar staðfest brottvísun mannsins og þriggja ára endurkomubann yfir honum. Landsréttur staðfesti varðhald yfir honum sem á að renna út á morgun en samkvæmt ákvörðunum yfirvalda ætti hann að vera farinn af landi brott þá. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritsjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Landsréttur dæmdi í málinu á dögunum.Vísir/Egill
Reykjavík Heimilisofbeldi Dómsmál Innflytjendamál Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira