Erlent

Clinton vill enga miskunn í garð Norður-Kóreu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hillary Clinton.
Hillary Clinton. MYND/AFP/Getty Images

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvetur stjórnvöld ríkja í Suðaustur-Asíu til að sýna Norður-Kóreumönnum enga linkind og halda áfram við að fá þá ofan af kjarnorkuáætlun sinni. Þetta kom fram í máli hennar á ráðstefnu samtaka Suðaustur-Asíuríkja í Phuket í Taílandi í morgun. Fulltrúi Norður-Kóreu á ráðstefnunni, sendiherrann Pak Kun-gwang, sagði það ólíðandi að Norður-Kórea væri einhvers konar boxpúði í umræðum um öryggismál álfunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×